Pingdom Check

San Francisco International Airport

Skammstöfun flugvallar: SFOhttps://www.flysfo.com/

Umboðsaðili: Pacific Aviation

Innritunartími: Hefst 4 klst fyrir brottför. Lokar 1 klst fyrir brottför.

San Francisco International Airport (SFO) er staðsettur 21 km suður af miðbæ San Francisco, nálægt Millbrae og San Bruno – og er tengist borginni í gegnum BART lestarkerfið. Frá flugvellinum er flogið til fjölmargra áfangastaða innan Norður-Ameríku og sömuleiðis til Evrópu og Asíu. Árið 2016 var hann sjöundi fjölfarnasti flugvöllurinn í Bandaríkjunum. Þar eru fjórar flugstöðvar (1, 2, 3 og alþjóðlega) og þar er einnig að finna fyrsta listasafn heims á alþjóðlegum flugvelli.

Hliðið lokar 15 mínútum fyrir brottför.

Upplýsingar um betri stofu

China Airlines Lounge

Til þess að fá aðgang að betri stofunni þarftu að hafa undir höndum sérstakt boðskort. Þeir félagar sem hafa aðgang að stofunni fá kortin afhent við innritunarborðið.