Pingdom Check

Tampa International Airport

Skammstöfun flugvallar: TPAhttp://www.tampaairport.com

Tampa International Airport er um 10 km vestur af miðborg Tampa Bay í Florida. Frá flugvellinum er nú flogið beint til 80 áfangastaða í Norður­- og Mið-Ameríku, á eyjum í Karíbahafi og í Evrópu. Árið 2015 fóru tæplega 19 milljónir farþega um flugvöllinn og hann er í 31. sæti á meðal flugvalla í Bandaríkjunum þegar litið er til farþegafjölda. Flugstöðin á Tampaflugvelli hefur hlotið mikið lof fyrir hönnun og skipulag þar sem ein miðlæg aðalflugstöðvarbygging er tengd um ganga við brottfarar­svæði í sérstökum útbyggingum („airsides“), skipulag sem hafði ekki þekkst áður þegar það var hannað seint á 7. áratug 20. aldar. 

Umboðsaðili: Triangle Aviation Service

Innritunartími: Innritun hefst 3,5 klst. fyrir brottför. Innritun lýkur 1 klst. fyrir brottför.

Hliðið lokar 15 mínútum fyrir brottför.

Upplýsingar um betri stofu

Engin betri stofa í boði.