Pingdom Check

Meira fótarými, skilmálar og skilyrði

 1. Sæti með meira fótarými
  1.1. Sæti með meira fótarými hafa til að bera aukarými fyrir fætur (86 cm eða meira) og eru staðsett við neyðarútganga og á völdum stöðum á Economy-farrými. Sæti með meira fótarými eru eingöngu í boði á flugleiðum Icelandair og háð framboði.
  1.2. Flugbókun skal vera staðfest svo hægt sé að taka frá sæti með meira fótarými og skal sætið greitt við bókun.
  1.3. Kaup á sæti með meira fótarými veitir farþegum ekki tilkall til aukinnar farangursheimildar, eða annarar þjónustu um borð eða utan flugvélarinnar. Vildarpunktar eru eingöngu veittir þegar meira fótarými er keypt um borð og einungis er hægt að nýta Vildarpunkta til kaups á sæti með meira fótarými, þegar sæti með meira fótarými er keypt um borð.
  1.4. Icelandair áskilur sér rétt til að breyta verði og/eða skilmálum og skilyrðum sæta með meira fótarými hvenær sem er fyrir kaup, með eða án fyrirvara af neinu tagi.
 2. Breytingar á sæti
  2.1. Sæti með meira fótarými sem skipuð hafa verið eru alltaf tengd flugmiðanum þínum og því ekki hægt að yfirfæra þau á aðra farþega, á nýtt flug eða nýjan áfangastað.
  2.2. Icelandair áskilur sér rétt til að endurskipa sæti með meira fótarými hvenær sem er, jafnvel eftir að farþegar eru komnir um borð í flugvélina. Sé þetta nauðsynlegt, kann það að vera af flugrekstrarlegum ástæðum eða gert öryggiss vegna. Þó reynt sé eftir fremsta megni að uppfylla sætisóskir farþega, er ekki hægt að ábyrgjast sætaskipan.
  2.3. Ef til þess kemur að breyta þurfi sætaskipan þinni úr sæti með meira fótarými, munum við gera okkar besta til að koma þér fyrir í sambærilegu sæti með 86 cm fótarými eða meira. Að auki munum við kappkosta við að koma þér og samferðafólki þínu fyrir saman í sæti og, ef mögulegt er, að leyfa þér að velja milli gluggasætis, miðjusætis og gangsætis.
 3. Endurgreiðsla
  3.1. Sæti með meira fótarými fást ekki endurgreidd ef þú afbókar eða breytir flugi, ef þú ert uppfærður á hærra farrými að þér forspurðum, eða ef þú uppfyllir ekki kröfur um að sitja í þesskonar sæti sem þú hefur valið þér að sitja í.

  Undantekningar:
  1. Farþegi á rétt á endurgreiðslu ef Icelandair aflýsir flugi eða af öðrum ástæðum sem varða rekstur eða öryggi, sem verða til þess að okkur tekst ekki að skipa þig í sambærilegt sæti.
  2. Ef þú greiðir fyrir uppfærslu á Saga Premium munum við endurgreiða þér sæti með meira fótarými.
  3. Ef þú hefur greitt Forfallagjald hjá Icelandair fyrir ferðina á sama tíma og miðinn var keyptur, nær það gjald yfir kaup á sætum með meira fótarými. Nánari upplýsingar um skilmála og skilyrði forfallagjalds.

 4. Sæti við neyðarútgang
  4.1. Farþegi sem situr í sæti við neyðarútgang þarf að hafa náð 12 ára aldri, hafa líkamlega og andlega burði til að aðstoða ef upp koma neyðaraðstæður og geta lesið og skilið munnleg fyrirmæli sem gefin eru á ensku og íslensku.
  4.2. Farþegi þarf að vera við góða heilsu við innritun, þegar gengið er um borð og á meðan á flugi stendur og má ekki vera undir áhrifum neinskonar vímugjafa.
  4.3. Þunguðum konum og farþegum sem ferðast með ungbörn er ekki heimilt að sitja í sætum við neyðarútgang.
  4.4. Farþegar sem ferðast með ungbörn er ekki heimilt að sitja í röð við neyðarútgang, né röð fyrir aftan eða framan neyðarútgang.
  4.5. Farþegar sem ferðast með gæludýr um borð er ekki heimilt að sitja í sæti við neyðarútgang.
  4.6. Farþegar sem þurfa á framlengingu fyrir sætisbelti að halda er ekki heimilt að sitja í sæti við neyðarútgang.
 5. Farþegar sem þarfnast séraðstoðar
  5.1 Farþegar sem þarfnast séraðstoðar geta bókað sæti með meira fótarými ef þeir uppfylla skilyrði vegna sæta við neyðarútgang skv. 4. grein hér að ofan.
  5.2 Farþegar sem þarfnast séraðstoðar eru eftirfarandi:
  - börn sem ferðast ein
  - farþegar sem ferðast með súrefnisþjöppur (Portable Oxygen Concentrator (POC))
  - blindir eða heyrnarskertir farþegar
  - farþegar sem eiga við geðraskanir að stríða eða eru með þroskaskerðingu
  - farþegar sem þurfa hjólastól eða sem eru með hreyfihamlanir
  - farþegar sem þurfa læknisvottorð til að geta ferðast með flugvél
  - farþegar með leiðsöguhunda eða hjáparhunda
  5.3 Ef þú þarft séraðstoð en velur ekki og greiðir ekki fyrir sæti með meira fótarými áður en innritun fyrir flugið hefst verður þér úthlutað viðeigandi sæti af handahófi fyrir brottför. Ef þú þarft séraðstoð á þínu flugi skaltu hafa samband við okkur.