Pingdom Check

Skilmálar gjafabréfa Icelandair

Öll gjafabréf Icelandair:

  • gilda í fimm ár frá útgáfudegi nema að annað sé tilgreint sérstaklega á gjafabréfinu. Gildistíma gjafabréfa verður ekki framlengt eftir útgáfu nema að annað sé tilgreint sérstaklega á gjafabréfinu.
  • má nota sem greiðslumáta flugfargjalds hjá Icelandair, eða með öðrum flugrekanda, ef bókað er á vefsíðu Icelandair, í gegnum sölumann Icelandair eða með öðrum hætti í beinum viðskiptum við Icelandair
  • má nota sem greiðslumáta upp í pakkaferðir bókanlegar á vefsíðu Icelandair þegar ferðin er skipulögð af Icelandair og bókað er á vefsíðu Icelandair, í gegnum sölumann Icelandair eða með öðrum hætti í beinum viðskiptum við Icelandair
  • má nota með punktum og/eða peningum upp í fargjald hjá Icelandair, eða með öðrum flugrekanda, ef bókað er á vefsíðu Icelandair, í gegnum sölumann Icelandair eða með öðrum hætti í beinum viðskiptum við Icelandair
  • má ekki nota í viðskiptum við þriðja aðila sem er ótengdur Icelandair jafnvel þó að aðilinn selji flug eða pakkaferð sem starfrækt er af Icelandair
  • má nota sem greiðslumáta fyrir skatta, önnur gjöld og aukaþjónustu um borð t.d.farangur, sætisval og breytingagjöld, nema annað komi fram á gjafabréfinu
  • fást ekki endurgreidd af Icelandair

Hvers konar endursala á gjafabréfum Icelandair, í gegnum vildarklúbba eða vildarkerfi fyrirtækja, er stranglega bönnuð nema með samþykki Icelandair.

Icelandair áskilur sér rétt til þess að synja viðtöku gjafabréfa sem greiðslumáta í viðskiptum Icelandair við ferðaskipuleggjendur pakkaferða, smásala pakkaferða og aðra aðila, hverju nafni sem þeir nefnast, sem sjá um að skipuleggja pakkaferðir eða setja saman ferðatilhögun fyrir almenna neytendur.

Icelandair ber ekki ábyrgð á tjóni viðskiptavina sem hlýst af þjófnaði gjafabréfa eða hvers konar óheimilli ráðstöfun eða notkun gjafabréfa sem greiðslumáta eftir útgáfu þeirra.