Skilmálar Saga Club Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Icelandair Saga Club skilmálar

Einstaklingar 12 ára og eldri geta sótt um aðild að Saga Club, ekki fyrirtæki, félagasamtök eða aðrar stofnanir. Með því að sækja um aðild  heimila umsækjendur Icelandair að nota allar skráðar upplýsingar, þ.m.t. tölvupóstfang, til markaðssetningar og almannatengsla fyrir Icelandair, skyld félög og aðila sem Saga Club velur til samstarfs. Skoðast samþykki á þessum skilmálum sem fyrirfram samþykki í skilningi 1. mgr. 46. gr fjarskiptalaga, en umsækjandi getur afturkallað þetta samþykki á síðari stigum. 

Umsækjandi þarf að skrá fullt nafn á umsóknina, þ.e. fornafn, millinafn (ef við á) og eftirnafn, eins og viðkomandi er skráður í Þjóðskrá. Umsókn er aðeins tekin gild ef hún er að fullu útfyllt. Umsækjandi verður sjálfur að undirrita umsóknina, svo og tilkynningar um breytingu á heimilisfangi, símanúmeri o.þ.h. Hver korthafi má aðeins eiga einn Vildarreikning.

Hægt er að skrá sig í Icelandair Saga Club á vefsíðu Icelandair.

Umsækjandi byrjar að safna Vildarpunktum við skráningu í klúbbinn. Þó er hægt að fá Vildarpunkta fyrir flug sem flogin eru allt að 12 mánuðum fyrir skráningu í Saga Club.

Einstaklingar yngri en 18 ára þurfa samþykki foreldris eða forráðamanns fyrir skráningu í Saga Club og til þess að njóta þeirra fríðinda sem felst í aðild að Saga Club. Með skráningu einstaklinga yngri en 18 ára í Saga Club staðfesta viðkomandi einstaklingar að samþykki foreldris eða forráðamanns liggi fyrir.