Flug til Brussel
Ekki láta það orðspor sem fer af Brussel fyrir skrifræði skemma upplifun þína af þessari forvitnilegu borg. Sem helsta vígi Evrópusambandsins er Brussel staðsett í miðju heimsviðburða. Stórkostlegur matur og glæsileg torg setja borgina einnig í flokk áhugaverðustu áfangastaðanna.
Icelandair býður ódýr flug daglega til Brussel, ef þig skyldi langa til að kanna listaverk flæmsku meistaranna, belgíska byggingarlist eða bragða á hinum margrómaða rétti moules-frites – sem er einstaklega góður með belgískum bjór. (Þú getur líka fengið þér vöfflur og súkkulaði til að smakka á öllum fæðuflokkum Belga.)