Vilt þú gæða þér á einhverjum af þjóðarréttum Íra eins og írsku boxty, colcannon eða champ? Þú munt kynnast kartöflum á nýjan hátt og í margvíslegum búningi, en sömuleiðis munt þú finna glæsilega veitingastaði sem bjóða upp á gómsæta dýrindisrétti beint frá býli. Ekki sleppa því að smakka sódabrauð eða einn þeirra fjölmörgu írsku osta sem í boði eru. Þegar hungrið kallar eru sömuleiðis fjölmargir skemmtilegir veitingastaðir á Temple Bar, líflegu svæði við ánna Liffey í miðborg Dublin, og fínni staði er að finna við Merrion-torgið, í hliðargötum við Grafton Street og í Ranelagh hverfinu í suðurhlutanum.
Nauðsynlegt er að drekka í sig hina margrómuðu írsku kráarmenningu - af nógu er að taka, þar sem í borginni er að finna yfir 1.000 ölknæpur. Margir pöbbar bjóða upp á mat samhliða flæðandi Guinness og írsku viskíi. Ennfremur er gott að virða fyrir sér sígilda innanhússhönnunina, spjalla við vingjarnlega borgarbúa, hlýða á ævintýralegar sögur og lifandi tónlist. Sláinte!