Pingdom Check

Fjörug, lífleg og forvitnileg

Borgin Dublin er rómuð fyrir fjörugt mannlíf, skemmtilega veitingastaði og óteljandi pöbba.

Dublin á Írlandi er einstök borg sem hefur unnið hug og hjörtu margra Íslendinga í gegnum árin, enda er varla annað hægt en að hrífast af umhverfinu, menningunni og lífsgleði innfæddra. Frá Íslandi er aðeins tveggja tíma flug til Dublinar sem við fullyrðum að sé í hópi skemmtilegustu borga Evrópu.

Í Dublin eru vel á annað þúsund barir og krár, þar sem þjóðdrykkirnir Guinness (dökkur bjór), Jameson (viský) og Bailey's (rjómalíkjör) njóta iðulega mestu vinsældanna. Það verður ekki tekið af Írunum að þeir kunna sannarlega að skemmta sér og hin svokallaða „pöbba-stemning“ sem gjarnan myndast er sannarlega ógleymanleg. Segja má að gönguferð í Temple Bar hverfinu sé hreinlega upplifun út af fyrir sig, slík er stemmningin þar þegar kvölda tekur. Aðalverslunargatan í Dublin er Grafton Street og þar fást alls konar dýrgripir en svo er einnig hægt að gera góð kaup í verslunarmiðstöðvum borgarinnar. Guinness verksmiðjan er mikið aðdráttarafl og skemmtileg safn með stórkostlegum útsýnisbar á efstu hæðinni. Þú finnur nokkra fallega garða í Dublin sem gaman er að gang eða hjóla í gegnum, sögufrægar byggingar og allt frá Þjóðminjasafni yfir í Nútímalistasafn.

Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Gisting

Gisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður innifalinn

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 95.500 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu