Pingdom Check

Hvað er innifalið hjá Icelandair?

Þegar þú flýgur viltu að þér líði vel. Að vel fari um þig og að þjónustan sé góð – allt frá því að þú innritar þig og þar til þú kemur á áfangastað. Við kappkostum við að gera ferðina eins áreynslulausa og þægilega og hægt er. Það er ein ástæðan fyrir því að þú flýgur betur með Icelandair.

Er einhver hressing í boði?

Allir óáfengir drykkir eru innifaldir, alltaf. Þegar hungrið kallar geturðu pantað létta rétti af matseðli á Economy gegn vægu gjaldi. Eins geturðu keypt léttvín og sterka drykki. Matur og drykkur er innifalinn á Saga Premium.

Er endalaus afþreying?

Það gefur auga leið. Í afþreyingarkerfi Icelandair hefur þú aðgang að meira en 600 klst. af kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og alls konar tónlist. Þú ræður dagskránni og nýtur hennar á þinum eigin skjá á leiðinni.

Er farangur innifalinn?

Farangur er innifalinn í öllum fargjöldum nema Economy Light. Þú getur innritað 1 tösku allt að 23 kg á öllum öðrum fargjöldum.

Fer flugið mitt af stað á réttum tíma?

Það skiptir okkur máli að vera stundvís. Við vitum að tíminn er verðmætur og leggjum metnað okkar í að halda tímaáætlun. Alltaf.

Get ég stungið símanum mínum í rafmagn?

Ef þú ert með síma sem hægt er að hlaða í gegnum USB tengi ertu í góðum málum. Þú getur tengt USB snúru við afþreyingarkerfið okkar og tryggt að síminn sé fullhlaðinn þegar þú mætir á áfangastað.

Vildarpunktar um borð?

Í öllum okkar vélum geta félagar Saga Club verslað vörur fyrir Vildarpunkta bæði í Saga Shop Collection og Saga Shop Kitchen. Það þarf bara að framvísa Sagakorti Icelandair ásamt kreditkorti og láta áhöfn vita að þú viljir greiða með Vildarpunktunum þínum. Punktaðu það hjá þér.

Ertu að ferðast lengra?

Þegar þú tekur tengiflug með samstarfsaðilum okkar þarftu ekki að hlaupa á milli hliða eða bíða of lengi eftir brottför. Góðir tengitímar þýða að ferðalagið þitt gengur vel fyrir sig.

Kemst ég á netið?

Vélar okkar bjóða upp á þráðlausa nettengingu þannig að þú getur verið vel tengdur á ferð og flugi og sinnt vinnu, heyrt í vinum og ættingjum eða lesið fréttirnar á leiðinni. Aðgangur að þráðlausa netinu er farþegum á Saga Class að kostnaðarlausu.