Flug til Glasgow með Icelandair, verð frá

Flug til Glasgow á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Glasgow (GLA)
01. feb. 2024 - 06. feb. 2024
Frá
35.445 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Glasgow (GLA)
25. jan. 2024 - 29. jan. 2024
Frá
38.145 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Glasgow (GLA)
07. mar. 2024 - 10. mar. 2024
Frá
35.455 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Glasgow (GLA)
07. mar. 2024 - 12. mar. 2024
Frá
35.445 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Glasgow (GLA)
09. feb. 2024 - 11. feb. 2024
Frá
36.845 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Glasgow (GLA)
12. jan. 2024 - 15. jan. 2024
Frá
38.145 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Glasgow (GLA)
26. jan. 2024 - 29. jan. 2024
Frá
38.145 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Glasgow (GLA)
19. jan. 2024 - 22. jan. 2024
Frá
38.145 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Gefðu frí um jólin: Vinnur þú 500.000 kr. gjafabréf?

Planaðu ferðalag til Glasgow með góðum fyrirvara

kr.
FráReykjavík (KEF)TilGlasgow (GLA)Báðar leiðir
/
Economy
17. sep. 2024 - 20. sep. 2024

Frá

37.995 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilGlasgow (GLA)Báðar leiðir
/
Economy
27. nóv. 2024 - 01. des. 2024

Frá

43.145 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilGlasgow (GLA)Báðar leiðir
/
Economy
17. okt. 2024 - 22. okt. 2024

Frá

39.655 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilGlasgow (GLA)Báðar leiðir
/
Economy
08. jún. 2024 - 12. jún. 2024

Frá

41.005 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilGlasgow (GLA)Báðar leiðir
/
Economy
27. apr. 2024 - 30. apr. 2024

Frá

36.845 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilGlasgow (GLA)Báðar leiðir
/
Economy
03. ágú. 2024 - 10. ágú. 2024

Frá

37.995 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilGlasgow (GLA)Báðar leiðir
/
Economy
11. apr. 2024 - 14. apr. 2024

Frá

41.145 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilGlasgow (GLA)Báðar leiðir
/
Economy
08. júl. 2024 - 15. júl. 2024

Frá

42.195 kr.*

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Ferðalag til Glasgow

Flugvélarmódel og uppstoppuð dýr til sýnis á Kelvingrove Art Gallery í Glasgow

Söguandi og söfn

Glasgow er gátt að ósnortinni náttúru Skotlands – vötnin, hálöndin, veðurbarin strandlengjan og drungalegir kastalar, minnisvarðar um merka sögu.

Sveitir Skotlands eru fagrar og heillandi, en borgarlífið hefur líka upp á margt að bjóða. Í Glasgow er sægur af merkilegum söfnum, huggulegar krár og líflegur borgarandi.

Þegar kemur að söfnum, ber fyrst að nefna Kelvingrove Art Fallery and Museum. Óhætt er að mæla með heimsókn fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, listum og menningu. Hér má meðal annars sjá verk Charles Rennie Mackintosh, hönnuðar og arkitekts sem setti mark sitt á byggingar- og hönnunarstíl heimaborgar sinnar.

Ferðast út fyrir Glasgow

Þegar þú hefur virt fyrir þér hvern krók og kima í miðborg Glasgow, er kannski kominn tími til að leita á önnur mið. Til dæmis er kjörið að skella sér til Edinborgar með rútu eða lest, eða þá út í sveitir Skotlands.

Þau sem hafa Glasgow fyrir bækistöð á ferðalaginu geta hæglega farið í dagsferð til Loch Lomond svæðisins. Vatnið Loch Lomond er ægifagurt og hér er hægt að róa út á báti eða kajak.

Þau sem þyrstir í fleiri útisvistarævintýri geta svo haldið örlítið lengra í norður og stundað kajakróður, göngur eða farið á snjóbretti í Fortwilliam.

Að ógleymdum vinsælustu viðkomustöðunum: Loch Ness og Glencoe. Ævintýragjarnir ferðalangar gætu jafnvel farið alla leið út í skosku eyjarnar.

Yfirlitsmynd af miðbæ Glasgow
Yfirlitsmynd af Glasgow með University of Glasgow í forgrunni

Verslað í Glasgow

Glasgow má með sanni kalla lista- og menningarborg, en hún er líka fyrirtaks verslunarborg. Að sjálfsögðu er yfirdrifið nóg af sekkjapípum og minjagripum með tartan-munstri, en einnig fæst fjöldi annarra gjafavara, t.a.m. viskí, fínar ullarvörur og hefðbundnar skoskar smjörkökur.

Minjagripirnir í Glasgow leita mikið í smiðju Charles Rennie Mackintosh og í hin og þessi orðatiltæku úr skosku.

Einnig er nóg af antíkverslunum í Glasgow. Óhætt er að mæla með búðunum á og í kringum Byres Road í West End, en þar eru líka kósí kaffihús og sælkera- og fagurkerabúðir af ýmsu tagi.

Ekki láta göturnar Ruthaven of Dowanside Lanes fram hjá þér fara, ef þú vilt upplifa það besta sem hverfið hefur upp á að bjóða.

Matur og drykkur í Glasgow

Skoskt haggis er af sama meiði og íslenska slátrið en þó matreitt og framreitt með talsvert öðrum hætti. Aðrir hefðbundnir skoskir réttir bera dularfull nöfn sem gefa litla vísbendingu um hvað er í vændum: cullen skink, clootie og cranachan. Um að gera að prófa sem flest!

Fínni staðir bjóða gjarnan upp á matvæli beint frá býli í nágrenninu, þar með talið Scotch Angus nautakjöt. Í West End má finna fjölda frábærra veitingastaða.

Enginn fær heildarmynd af borgarlífinu í Glasgow án þess að líta við á einum eða tveimur pöbbum.

Útlit staðanna er gjarnan með hefðbundnu sniði, starfsfólkið vingjarnlegt og spjallglatt, og víða er hægt að hlýða á lifandi tónlist.

Tveir menn snæða á kaffihúsi í Glasgow
Cylde Arc brúin í Glasgow á björtum degi

Hvenær er best að fljúga til Glasgow?

Besti tíminn til að heimsækja Glasgow er frá mars fram í ágúst, þetta eru hlýjustu og björtustu mánuðirnir. Engu að síður þarf alltaf að vera á varbergi gagnvart skyndilegum skúrum.

Veturnir eru kaldir í Glasgow og janúar er ódýrasti ferðamánuðurinn. Aftur á móti er jólahátíðin haldin með miklum glæsibrag í borginni og mikil stemning að fagna nýárinu, Hogmanay á máli heimamanna, að skoskum sið.

Ef þú mætir á svæðiði í síðari hluta janúramánaðar er kjörið að leita uppi Burns Night fagnað, blanda geði við heimamenn og komast í beina snertingu við skoska menningu.

Ferðast um Glasgow

Auðvelt er aðkomast um Glasgow fótgangandi. Göturnar raðast yfirleitt upp í skipulegt rúðustrikunarkerfi, líkt og amerískar stórborgir, svo að oftast er auðvelt að rata milli staða.

Strætóar og leigubílar standa til biða, en það er líka ákveðin upplifun að ferðast með elsta neðanjarðarlestakerfi í heiminum.

Fyrir þau sem ætla sér að ferðast út fyrir borgarmörkin, gæti verið hagstætt að leigja bíl. En hafa ber í huga að erfitt getur verið að finna stæði í stærstu borgum Skotlands og vegakerfið getur verið ansi ruglandi, meira að segja fyrir heimamenn.

Stefnir þú á dagsferð til Edinborgar? Lestarferðalagið frá Glasgow Queen Street að Edinburgh Waverly-stöðinni tekur aðeins um 1 klst.

Almenningsgarður í Glasgow á sumardegi

 

Algengar spurningar varðandi ferðalög til Glasgow

Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn

Hvað tekur langan tíma að fljúga frá Keflavík til Skotlands?

Yfirleitt tekur flugið til Glasgow um 2 klst. og 15 mínútur.

Hversu langt er Glasgow-flugvöllur frá miðbænum?

Miðborg Glasgow er í um 13 km fjarlægð frá Glasgow Airport (GLA). Það er auðvelt að komast inn í miðbæ frá flugvellinum, t.d. með rútu eða leigubíl.