Flug til Helsinki með Icelandair, verð frá
Flug til Helsinki á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Helsinki (HEL)Reykjavík (KEF)-
Helsinki (HEL)Reykjavík (KEF)-
Helsinki (HEL)Reykjavík (KEF)-
Helsinki (HEL)Reykjavík (KEF)-
Helsinki (HEL)Reykjavík (KEF)-
Helsinki (HEL)Reykjavík (KEF)-
Helsinki (HEL)Reykjavík (KEF)-
Helsinki (HEL)* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.
Planaðu ferðalag til Helsinki með góðum fyrirvara
FráReykjavík (KEF) | TilHelsinki (HEL) | Báðar leiðir / Economy | 09. nóv. 2024 - 16. nóv. 2024 | Frá 36.925 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilHelsinki (HEL) | Báðar leiðir / Economy | 08. ágú. 2024 - 12. ágú. 2024 | Frá 39.775 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilHelsinki (HEL) | Báðar leiðir / Economy | 27. júl. 2024 - 31. júl. 2024 | Frá 39.775 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilHelsinki (HEL) | Báðar leiðir / Economy | 08. júl. 2024 - 15. júl. 2024 | Frá 39.775 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilHelsinki (HEL) | Báðar leiðir / Economy | 08. júl. 2024 - 13. júl. 2024 | Frá 39.775 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilHelsinki (HEL) | Báðar leiðir / Economy | 18. apr. 2024 - 21. apr. 2024 | Frá 39.825 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilHelsinki (HEL) | Báðar leiðir / Economy | 11. apr. 2024 - 15. apr. 2024 | Frá 39.825 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilHelsinki (HEL) | Báðar leiðir / Economy | 04. sep. 2024 - 07. sep. 2024 | Frá 41.175 kr.* |
* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.
Ferðalag til Helsinki
Af öllum höfuðborgum norrænu þjóðanna fer líklega minnst fyrir Helsinki. Ekki láta þessa hljóðlátu borg fram hjá þér fara, hún á eftir að ná til margra vegna skemmtilegra skringilegheita, gufubaða og áhugaverðra staða. Þar er líka framúrskarandi hönnun í bland við fallega náttúru rétt handan borgarmarkanna.
Icelandair býður ódýr flug daglega til Helsinki, allan ársins hring. Í Finnlandi er ljúft að draga andann djúpt og njóta þess sem koma skal – allt frá löngum sumardögum í ferðalagi um Þúsundvatnalandið eða í vetrarheimsókn í þorp finnska jólasveinsins.
Eyjahopp og gufuböð
Helsinki er einstakur suðupottur byggingarstíla en þar finnast leifar af sænskum og rússneskum arkítektúr í bland við dass af Art Nouveau. Nálægt torginu Senaatintori fer fram táknrænt einvígi á milli lúthersku dómkirkjunnar og rétttrúnaðarkirkjunnar. Temppeliaukio Kirkko (steinkirkjan) myndar skemmtilega andstæðu við kirkjurnar tvær, en hún er byggð inn í granítstein og hefur því skemmtilega jarðtengda ásýnd.
Við hafnarsvæðið er Kauppatori (markaðstorgið) og þar er hægt að kaupa minjagripi, markaðsafurðir og fara í bátsferðir. Til að upplifa Helsinki í hnotskurn skaltu grípa með þér lautarferðarkörfu og taka 15 mínútna ferju til Suomenlinna. Þar er hafnarvirki sem nær yfir 6 litlar eyjar. Ekkert er betra en að enda finnska daginn með eimbaði. Nútímaleg sauna er í hinni fallega staðsettu Allas Sea Pool en það er líka gaman að fara í gamaldags eimbað í Kotiharju Sauna. Það er kynt upp með eldivið og var byggt árið 1928.
Njóttu breytileika árstíðanna
Nýnorræna matargerðin hefur líka náð fótfestu í Finnlandi og Helsinki er heimastaður margra sælkeraveitingastaða. Þar fá afurðir af landi, hvort sem það er kjöt eða jarðsprottið, gjarnan að njóta sín. Renndu yfir matseðlana sem samanstanda af nýjum fiski og villibráð á borð við hreindýr, elg og stundum bjarnarkjöti! Villtir sveppir eru týndir þegar hægt er og ber eru eftirsótt þegar tíðin er rétt. Það er vinsælt að tína múltuber, en það eru fallega gulbrún og eftirsótt ljúfmeti.
Ef þú vilt borða eins og og heimamenn, skaltu halda til Kauppahalli (markaðshúsið). Vanha Kauppahalli hefur selt matvörur síðan 1888 og finnskt góðgæti, eins og reyktur fiskur, kanilsnúðar, rúgbrauð og árstíðabundin uppskera er hér til sölu í glæsilegri umgjörð. Ef þú vilt drekka eins og heimamenn drekka skaltu fá þér kaffi og svo aðeins meira kaffi. Vissir þú að Finnar drekka meira kaffi en nokkur önnur þjóð?
Hönnunarvörur
Markaðshúsin bjóða það besta fyrir æta sælkeraminjagripi (múltuberjasulta eða saltur lakkrís). Ekki láta þó þar við sitja, því finnsk hönnun á sér gott orðspor – innblásturinn fyrir lögun og mynstri hönnunarinnar á sér djúpar rætur í náttúru landsins. Ef þú vilt komast að hvar sköpunargáfa borgarinnar býr ættir þú að heimsækja hverfið Punavuori en það er hjarta hönnunarhverfis Helsinki. Svæðið er fullt af sérviskulegum búðum, vintage-verslunum, galleríum og vinnustofum ungra hönnuða.
Meðal þekktustu hönnunarmerkja Finnlands eru Marimekko, sem er þekkt fyrir björt og skemmtileg efni sem notuð eru í fatnað og til að klæða húsgögn, og Iittala sem framleiðir fallega muni úr gleri og postulíni fyrir heimilið, meðal annars Múmínálfa-bollana. Áhugafólk um hönnun og arkitektúr þekkir líklegast finnsku meistarana Alvar Aalto og Eero Saarinen en þeir eru goðsagnir í heimi hönnunar og byggingarlistar.