Flug til Prag með Icelandair, verð frá
Flug til Prag á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Prag (PRG)Reykjavík (KEF)-
Prag (PRG)Reykjavík (KEF)-
Prag (PRG)Reykjavík (KEF)-
Prag (PRG)Reykjavík (KEF)-
Prag (PRG)Reykjavík (KEF)-
Prag (PRG)Reykjavík (KEF)-
Prag (PRG)Reykjavík (KEF)-
Prag (PRG)* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.
Planaðu ferðalag til Prag með góðum fyrirvara
FráReykjavík (KEF) | TilPrag (PRG) | Báðar leiðir / Economy | 13. sep. 2024 - 16. sep. 2024 | Frá 47.005 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilPrag (PRG) | Báðar leiðir / Economy | 20. sep. 2024 - 23. sep. 2024 | Frá 47.005 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilPrag (PRG) | Báðar leiðir / Economy | 01. apr. 2024 - 08. apr. 2024 | Frá 45.655 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilPrag (PRG) | Báðar leiðir / Economy | 18. nóv. 2024 - 25. nóv. 2024 | Frá 45.655 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilPrag (PRG) | Báðar leiðir / Economy | 12. apr. 2024 - 15. apr. 2024 | Frá 47.055 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilPrag (PRG) | Báðar leiðir / Economy | 08. apr. 2024 - 12. apr. 2024 | Frá 47.055 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilPrag (PRG) | Báðar leiðir / Economy | 24. maí 2024 - 29. maí 2024 | Frá 48.405 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilPrag (PRG) | Báðar leiðir / Economy | 06. maí 2024 - 10. maí 2024 | Frá 48.405 kr.* |
* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.
Ferðalag til Prag
Langar þig að hverfa á vit ævintýra í Mið-Evrópu og vafra um hellulögð stræti og töfrandi miðaldabyggingar? Hér er líkt og tíminn hafi staðið í stað, fornir kastalar og torg hafa óteljandi sögur að segja, og mögulega heyrir þú eina slíka á einni af þeim fjölmörgu krám eða kaffihúsum sem Prag býður upp á.
Bókaðu beint flug til Prag með Icelandair, þessarar ótrúlegu borgar sem engan svíkur. Prag er tilvalinn áfangastaður fyrir borgarferð, enda með fegurri og skemmtilegri borgum Evrópu.
Borgarlandslag Prag
Prag er þekkt sem „borg hinna 100 turna“ og er heitið skiljanlegt þegar litið er yfir borgarlandslagið. Þetta er borg sem teygir sig upp til himna og hægt er að dást að henni frá nokkrum útsýnispunktum, þar á meðal frá ráðhúsi borgarinnar, Letná-garði, Petrin-turni og turninum við Karlsbrúna í gamla bænum.
Karlsbrúin er einnig eitt helsta tákn borgarinnar og eitt mest heimsótta kennileiti Prag. Steinbyggðu bogarnir voru byggðir á 15. öld og gönguferð yfir brúna leiðir þig í gegnum samansafn af barrokkstyttum og fallegum ljósastaurum. Á næturnar og í dögun er best að upplifa töfrana sem liggja í loftinu við brúna.
Meðal fleiri kennileita eru 600 ára gamla bæjartorgið, stjarnfræðiklukkan frá árinu 1410, Týnský-kirkjan og gotneska dómkirkjan St. Vitus, sem hefur staðið á Kastalahæð Prag frá 10. öld.
Gott að borða í Prag
Hefðbundin kaffihús og krár eru ómissandi hluti af heimsókn til Prag. Þar ríkir mikil kaffimenning og flott kaffihús á hverju strái, sem voru eitt sinn athvarf lista- og fræðafólks. Staldraðu við á Café Imperial, Café Louvre eða Café Savoy og upplifðu anda liðinna ára.
Tékknesk matargerð snýst mikið um kjöt, og ef þig langar að smakka hefðbundna tékkneska rétti (fullkomnir með tékkneskum bjór), skaltu leita að réttum á borð við svíčková, hægeldað naut með soðnum brauð-dumplings og rjómalagaðri sósu; vepřo knedlo zelo, glóðað svínakjöt með súrkáli og brauð-dumplings og steiktur ostur eða smažený sýr. Réttir frá nágrannalöndum eru einnig vinsælir, eins og gúllas frá Ungverjalandi og þýskt/austurrískt schnitzel.
Í sólinni og í ljósaskiptunum heldur heimafólk að árbakka Náplavka fyrir drykk. Þar liggja prammar sem selja alls konar snarl, pylsur, bjóra og kokteila. Bændamarkaður er á svæðinu á hverjum laugardegi sem gaman er að skima og fylgjast með mannlífinu.
Verslun í Prag
Það er nóg um verslanir og flóamarkaði í Prag sem gera borgina áhugaverðan áfangastað fyrir verslunarleiðangur. Vinsælir minjagripir eru bóhemskur kristall, munir úr granatsteini og handunnin viðarleikföng og brúður – að ógleymdum tékkneska bjórnum, eins og Budvar og Pilsner Urquell, og absinthe, en passaðu þig á „græna álfinum“ sem fylgir þessum margslungna drykk!
Fyrir hátískuvörur er allt sem hugurinn girnist á Pařížská-stræti sem liggur norður af torginu í gamla bænum. Við Na Příkopě-breiðgötuna eru fjölmargar verslanir, en hún er staðsett við Václavské naméstí-torg (Wenceslas-torg). Ef markaðstorg er meira það sem þú leitar að er flóamarkaðurinn Elektry-stræti góður áningarstaður og einn sá stærsti í Evrópu. Hann er opinn um helgar og er staðsettur fyrir utan miðbæinn, en það eru auðvelt að nálgast markaðinn með sporvagni eða neðanjarðarlest.