Flug til Salzburg með Icelandair, verð frá

Flug til Salzburg á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Salzburg (SZG)
10. feb. 2024 - 17. feb. 2024
Frá
58.665 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Salzburg (SZG)
20. jan. 2024 - 27. jan. 2024
Frá
62.665 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Salzburg (SZG)
27. jan. 2024 - 09. mar. 2024
Frá
48.675 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Salzburg (SZG)
20. jan. 2024 - 02. mar. 2024
Frá
50.175 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Salzburg (SZG)
27. jan. 2024 - 02. mar. 2024
Frá
50.175 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Salzburg (SZG)
02. mar. 2024 - 09. mar. 2024
Frá
47.465 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Salzburg (SZG)
06. jan. 2024 - 13. jan. 2024
Frá
51.665 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Salzburg (SZG)
03. feb. 2024 - 10. feb. 2024
Frá
72.665 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Gefðu frí um jólin: Vinnur þú 500.000 kr. gjafabréf?

Planaðu ferðalag til Salzburg með góðum fyrirvara

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Ferðalag til Salzburg

Það er tónlistin sem helst heldur nafni Salzburg á lofti en hún er í seinni tíð ekki síður rómuð fyrir frábær skíðasvæði í grennd við borgina. Hvorki tónlistarunnendur né skíðakappar verða sviknir af vetrarheimsókn til þessarar fögru menningarborgar í hjarta Evrópu.

Borgin er kjörinn áfangastaður fyrir alla þá sem þyrstir í að bruna niður skíðabrekkurnar, anda að sér fersku fjallalofti í faðmi Alpanna og kynnast heimaborg höfuðsnillingsins Mozart. Svo ekki sé talað um Sound of Music!

Mozart, DomQuartier og gamli bærinn

Í Salzburg má finna ófáa minnisvarða um sögu Austurríkis. Enginn má láta safnasvæðið DomQuartier fram hjá sér fara, með sínar tignarlegu byggingar í barokkstíl og sögusýningar í hæsta gæðaflokki.

Einnig er við hæfi að heimsækja fæðingarstað þekktasta íbúa Salzburg fyrr og síðar á Getridegasse nr. 9. Ef einhver skyldi ekki vera með á nótunum, minna súkkulaðihúðaðar og marsipanfylltar Mozartkúlurnar sem víða fást til sölu á það hver er aðalmaðurinn í þessum bæ!

Svo er kjörið að fara í göngutúr um gamla bæinn, þar sem andi fimmtándu aldar svífur yfir vötnum, og líta í búðir og á kaffihús. Hér eru byggingar sem hafa staðið vaktina í miðbænum síðan löngu fyrir daga Mozarts.

Og hvers vegna ekki að kynnast borginni með augum austurrískra aðalsmanna fyrri tíðar og taka sér ferð með Fiaker, sérstakri tegund hestakerra sem tíðkast á svæðinu?

Slalom, schuss eða snjóbretti

Salzburg er staðsett í hjarta austurrísku skíðaparadísarinnar, í héraðinu SalzburgerLand. Á veturna er stefnan tekin á Alpaævintýri í sindrandi snæviþöktum fjöllunum. Í grennd við borgina eru margar þekktar skíða- og snjóbrettabrekkur, eins og Kitzbühel, Saalbach-Hinterglemm (skíðasirkúsinn svokallaði), Zillertal og Obertauern. Í raun eru skíðabrekkur svo langt sem augað eygir.

Héraðið býður upp á skíðaupplifun sem hentar skíðaiðkendum af öllu tagi – Ertu byrjandi? Það eru 110 skíðaskólar á svæðinu. Viltu brattari brekkur? Hér er nóg af skíðabrekkum fyrir þau allra djörfustu. Upplýstar brekkur? Já. Fjölskylduvæn svæði? Auðvitað! Viltu skíða niður jökla, skella á þig snjóþrúgum fyrir göngu, eða skauta á spegilsléttu skautasvelli? Það er allt mögulegt. Alls staðar eru ekta Alpakofar sem bjóða mat og drykk þegar batteríin klárast, svo þú veist að veitingar eru aldrei langt undan.

Snitzel, strudel og nockerl

Austurrísk matargerð er í senn einstök sem og lík matseld nágrannalanda, en er einnig þekkt fyrir tilraunamennsku sem framkallar skapandi og ljúffenga rétti.

Hið einstaka austurríska snitzel gæti hljómað kunnuglega en ekki rugla því saman við hið þýska, þetta er sitthvor rétturinn. Klassískt Apfelstrudel er engu líkt, en minna þekkt er Salzburger nockerl – ómissandi ljúffengt og sætt soufflé sem minnir á fjallatindana umhverfis Salzburg.

Á vetrarmörkuðum Salzburg er nauðsynlegt að fá sér einn bolla af Glühwein, frískandi og heitan drykk sem yljar á köldum dögum. Einnig er hægt að bragða á Kasekrainer, hefðbundinni austurrískri pylsu sem fyllt er með osti, eða pofesen – samlokum sem velt er upp úr eggi og með austurrískri plómusultu, eitthvað sem auðvelt er að borða meðan leitað er að földum markaðsfjársjóði.