Flug til Toronto með Icelandair, verð frá
Flug til Toronto á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)Reykjavík (KEF)-
Toronto (YYZ)* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.
Planaðu ferðalag til Toronto með góðum fyrirvara
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 13. sep. 2024 - 22. sep. 2024 | Frá 76.835 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilToronto (YYZ) | Báðar leiðir / Economy | 11. sep. 2024 - 15. sep. 2024 | Frá 126.515 kr.* |
* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.
Ferðalag til Toronto
Kanada er ekki eins hávær og nágranninn í suðri – Toronto er samt stór borg og hún er mikilvæg. Borgin er full af lífi og mjög alþjóðleg en helmingur borgarbúa er fæddur annars staðar. Það er ansi magnað, ekki satt?
Icelandair býður ódýrt flug daglega til Toronto hvort sem þú þarft að sinna viðskiptaerindum eða vilt fara í skemmtilegt frí – komdu hingað til að upplifa fjölbreytta menninguna, mat og hátíðir eða til að fara í skoðunarferð að Niagarafossum.
Stórar tölur, mikill fjölbreytileiki
Til að bæta við 230 þjóðerni sem áætlað er að búi í Toronto er þetta einnig áhugavert: borgin samanstendur af 140 hverfum. Upplifun þín á borginni á eftir að breytast milli nokkurra húsaraða. Vinsælir staðir eru í miðbænum – það er nauðsynlegt að skoða hinn 550 metra háa CN Tower og halda svo að hverfinu við hafnarbakkann. Ef þú ferð lengra inn í borgina getur þú skoðað aðra áhugaverða staði eins og Royal Ontario Museum, Art Gallery of Ontario og garðana í Casa Loma.
Hockey Hall of Fame (allt það sem þú þarft að vita um eftirlætisíþrótt Kanadabúa og þá er lítið sagt) er staðsettur í nokkurra húsaraða fjarlægð í austurátt og hægt er að smakka á góðgæti við St. Laurent Market. Ef þú heldur lengra austur endar þú í Distillery District þar sem verslanir, stúdíó og leikhús hafa fundið sér samastað í risastóru og sögulegu brugghúsi.
Fjölþjóðleg og framúrskarandi matargerð
Fjölmenningarsamfélagið í Toronto kristallast í framúrskarandi matsölustöðum. Það má segja að þú getir borðað mat frá öllum heimshornum án þess að yfirgefa Toronto. Leyfðu hverfunum að ráða förinni. Það eru sex (6!) Kínahverfi á stórborgarsvæði Toronto. Að auki eru þar Kóreuhverfi, litla Ítalía og Corso Italia, litla Indland og Greektown (við Danforth). Í Toronto er líka litla Jamaica og litla Portúgal. Þetta segir sig nokkuð sjálft...
Ef borgin ætti einkennismat þá er það líklega peameal bacon sandwich sem samanstendur af beikoni sem hefur verið velt upp úr maísmjöli. Besti staðurinn til að smakka hana, og um leið bestu staðirnir til að smakka á fjölbreyttri matarmenningu borgarinnar, er á St. Lawrence Market. Hann hefur verið starfandi í 200 ár og í dag eru þar sælkeramatarbásar og bændamarkaðir vikulega.
Verslunarmiðstöðvar og væn hverfi
Verslunarmiðstöðvar eru vinsælar í Toronto (þú vilt vera innandyra þegar harðnar í vetri). Eaton Center er í hjarta miðbæjarins og er heimastaður 250 verslana. Það eru þó smámunir í samanburði við verslunarmiðstöðina Vaughan Mills sem er í 40 km fjarlægð norður af miðbænum. Það er ein stærsta verslunarmiðstöð Kanada og er vel staðsett við hliðina á skemmtigarði. Inni í henni er Discovery Centre með Legoþema, sem gerir verslunarmiðstöðina einstaklega fjölskylduvæna.
Ef verslunarmiðstöðvar henta þér ekki þá er hverfið Kensington Market fullt af fjölbreytileika og góður staður til að vafra um, sem og borða. Queen West og West Queen West eru svölustu hverfin í Toronto fyrir mat og verslunarðferðir. Elíta borgarinnar lifir þó góðu lífi á svæðinu Bloor-Yorkville (sem er einnig þekkt sem “minkamílan!”).