Innifalið í pakkanum
Fjölbreytt og spennandi borg!
Menning, matur, tónlist og hönnun. Toronto er með þetta allt saman.Í borginni er fjölmenningarsamfélag sem kristallast í framúrskarandi matsölustöðum og fjölbreyttu menningarlífi. Hún býður alltaf upp á eitthvað skemmtilegt og óvænt. Frá Toronto er hægt að fara í dagsferð að Niagara fossunum eða skoða afþreyingu við Ontario vatn. Borgin sjálf hefur einnig upp á svo ótal margt að bjóða eins og Hockey hall of fame sem er tileinkað þjóðaríþrótt Kanada, íshokkí, nýlistarsafnið AGO Ontario, Kensington markaðurinn og hverfið þar í kring eða Casa Loma kastalinn. Ekki gleyma einkennisrétti Toronto sem er Peameal samloka með kanadísku beikoni og sinnepi.
Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair.