Flug til Vancouver með Icelandair, verð frá
Ferðalag til Vancouver
Oft er talað um hina vinalegu Vancouver sem eina bestu borg í heimi til að búa í. Borgin gæti gert gesti sína græna af öfund því íbúar borgarinnar búa í svo mögnuðu umhverfi – ósnortin náttúran er í stuttri fjarlægð og borgin iðar af spennandi matargerð.
Icelandair býður ódýrt flug þrisvar í viku til Vancouver. Þú getur auðveldlega upplifað hve gott er að búa þar því strandir, skógar og fjöll eru rétt innan seilingar.
Þar sem fjöll og haf mætast
Rétt norður af miðbænum er ein helsta gersemi borgarinnar: Stanley Park. Þetta er 400 hektara paradís þar er hægt að stunda alls konar afþreyingu eins og gönguferðir við sjóinn eða í gegnum skóginn, útsýnispallar, strendur, stöðuvötn og barnaleiksvæði. Gaman er að taka myndir af hinum fallegu tótemsúlum eftir frumbyggja Kanada í Brockton Point en þar er líka skemmtilegt sædýrasafn. Sniðugt er að leigja hjól og kanna umhverfið!
Viltu sjá hvað annað er í nágrenni Vancouver? Farðu til Capilano Suspension Bridge Park á norðurströndinni. Útsýnið frá hengibrúnum er ótrúlega fallegt en upplifunin er einnig æsispennandi! Grouse Mountain býður upp á skemmtilega viðburði allan ársins hring. Það er ekkert minna um að vera innandyra í þessari borg og það helsta er Vancouver Art Gallery. Ekki missa af tækifærinu til að ganga um hið sögulega Gastown-hverfi en í hönnun stílhreinu baranna og verslananna mætir gamall andi nýjum tímum.
Alþjóðleg matargerð og asískt góðgæti
Vancouver hefur lengi verið fjölþjóðleg borg og oft er því sagt að besta asíska matargerð Norður Ameríku er fáanleg þar. Það er stór fullyrðing en hún nýtur stuðnings stórkostlegra veitingastaða sem bjóða allan þann bragðskala Austurlanda fjær sem þú óskar þér. Gönguferð um Chinatown á eftir að vekja matarlystina en ef þig langar í eitthvað annað skaltu ekki örvænta, það er alls konar alþjóðleg matargerð (ekki bara asísk) út um alla borg.
Hægt er að finna öll þau matartrend sem í gangi eru í heiminum í Vancouver: matarvagnar, matarhátíðir, matsölustaðir sem framreiða „beint frá býli“, matarskoðunarferðir, ferskt sjávarfang, handverksbjór og brugghús. Ef þetta vekur áhuga þinn þá áttu líka eftir að gleðjast yfir hinum einstaka Grandville Island Public Market en þar getur þú sest niður með nesti og farið í lautarferð.
Farðu úr bænum!
Náttúran heillar, eins og ljúffeng matargerðin og skoðunarferðirnar. Taktu ferjuna til Vancouver Island og kannaðu hina fallegu höfuðborg héraðsins, Victoriu. Kannski færðu tækifæri á hvalaskoðun meðan þú ert þar. Ef asíska matargerðin hefur fangað huga þinn er tilvalið að fara frá Vancouver til Richmond en þar er stórt samfélag brottfluttra Asíubúa og ósviknir næturmarkaðir.
Það er erfitt að standast freistingu hinnar margrómuðu skíðaparadísar, Whistler, en hún er í 120 km fjarlægð frá Vancouver. Þorpið er fallegt undir snæviþaktri hulu að vetri til og er jafn vinsælt að sumri til fyrir gönguferðir og fjallareiðhjólaferðir í fallegu umhverfi. Sea to Sky Highway (hraðbraut 99) er á milli Vancouver og Whistler. Þú gætir ekki beðið um fallegri akstursleið.