Hér á eftir fylgja skilmálar Hátíðarleiks Icelandair. Með þátttöku í leiknum, á vefsíðu Icelandair, lýsir þátttakandi því yfir að viðkomandi hafi lesið og samþykkt þessa skilmála.
Almennt
Þessar reglur eiga við um þátttöku í Hátíðarleik Icelandair (hér eftir „leikur“) sem Icelandair (hér eftir einnig „skipuleggjandi“) heldur utan um og skipuleggur.
Vinningar
Vinningar í Hátíðarleik Icelandair eru eftirfarandi og verða dregnir út af handahófi á tímabilinu tólfti (12.) til tuttugasta og fjórði (24.) desember 2021.
- 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair (2 vinningar).
- 50.000 kr. gjafabréf frá 66°Norður.
- Gisting fyrir tvo í eina nótt með morgunverði hjá Icelandair hóteli.
- Flug fyrir tvo með Icelandair, helgarleiga á bíl frá Hertz, Premium aðgangur fyrir tvo í VÖK Baths.
- Aðgangur að Saga Lounge fyrir tvo næst þegar flogið er með Icelandair og 30.000 Vildarpunktar hjá Icelandair.
- Flug fyrir tvo með Icelandair, tvær nætur fyrir tvo með morgunverði á Hótel Ísafirði.
- 2 x keppnistreyjur frá KSÍ.
- Flug fyrir tvo með Icelandair, gjafabréf fyrir tvo í Jarðböðin við Mývatn og gjafabréf fyrir tvo fullorðna og tvö börn í Hvalaskoðun hjá Norðursiglingu.
- Gjafabréf fyrir tvo í lúxus upplifun í Retreat Spa heilsulindinni og Bláa Lóninu.
- Sky Pass fyrir tvo í SkyLagoon, gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn í FlyOver Iceland og gjafabréf fyrir tvo í betri stofu Laugar Spa.
- Gisting í eina nótt á Silica Hotel fyrir tvo með morgunverði.
- Flug fyrir tvo í millilandaflug með Icelandair að eigin vali á Saga Premium.
Vinningshafar flugmiða, Saga Lounge aðgangs, hótelgistingar og bílaleigubíla þurfa að hafa náð 18 ára aldri eða þeim lágmarksaldri sem viðkomandi þriðji aðili áskilur fyrir veitingu þeirrar þjónustu sem er í vinning. Forráðamaður getur þó tekið við vinningnum fyrir hönd þátttakenda yngri en 18 ára.
Þátttökuréttur
Þátttaka í leiknum er gjaldfrjáls (að frátöldum kostnaði við nettengingu).
Með þátttöku sinni samþykkir þátttakandi reglur leiksins.
Hver einstaklingur má aðeins skrá sig í leikinn með einu (1) netfangi.
Aðgangsreglur
Skráning í leikinn er opin á tímabilinu frá tíunda (10.) til tuttugasta og þriðja (23.) desember 2021. Til að taka þátt þarf þátttakandi að:
*Kynna sér og samþykkja reglur leiksins og skilmála.
*Skrá sig eða staðfesta skráningu á póstlista Icelandair.
Birting
Með því að taka þátt í leiknum samþykkja þátttakendur að nöfn þeirra megi birta á vefsíðum Icelandair og/eða samfélagsmiðlum Icelandair án þess að þeir fái fyrir það greiðslu. Einungis nöfn vinningshafa verða birt með þessum hætti og eingöngu í því skyni að tilkynna með gagnsæjum hætti um útnefningu sigurvegara.
Valferli til að ákvarða vinningshafa
Einu sinni á sólarhring á tímabilinu tólfti (12.) desember til tuttugasti og fjórði (24.) desember munu starfsmenn Icelandair með handahófskenndum hætti draga út nafn þátttakanda, sem samþykkt hefur reglur og skilmála leiksins, og tilkynna á samfélagsmiðlum Icelandair.
Persónuupplýsingar
Nöfn, tengiliðaupplýsingar og aðrar persónuupplýsingar sem skipuleggjandi tekur á móti í tengslum við leikinn verða skráðar í gagnagrunn skipuleggjanda og munu lúta persónuverndarstefnu Icelandair. Persónuverndarstefnu Icelandair má nálgast hér. Þátttakandi getur ávallt óskað eftir því að fá aðgang að, leiðréttingu á, takmörkun að og eyðingu á þeim persónuupplýsingum sem gefnar hafa verið í tengslum við þátttöku í leiknum.
Önnur skilyrði
Skipuleggjandi áskilur sér rétt til að fjarlægja þátttakanda úr hópi mögulegra vinningshafa í eftirfarandi tilfellum:
* Ef þátttakandi dregur til baka samþykki sitt á reglum og/eða skilmálum leiksins.
* Ef þátttakandi óskar eftir eyðingu og/eða leiðréttingu persónuupplýsinga svo ekki samræmist skilmálum þessum og/eða reglum leiksins.
* Ef skráning þátttakanda er vegna annars einstaklings án heimildar viðkomandi.
* Ef þátttakandi brýtur á einhvern hátt gegn skilmálum þessum og/eða reglum leiksins.
Ábyrgð
Ábyrgð á hugverkarétti tengdum innsendingum liggur alfarið hjá þátttakanda.
Skipuleggjandi afneitar allri ábyrgð á innsendingum og/eða efni þeirra.
Skipuleggjandi ber hvorki ábyrgð né bótaskyldu vegna galla eða villna í tengslum við nettengingar, netkerfi, hugbúnað, vélbúnað, eða villum við innslátt eða afgreiðslu innsendinga eða persónuupplýsinga.
Skipuleggjandi afneitar allri ábyrgð skipuleggjanda og/eða tengdra fyrirtækja og/eða aðila sem kallaðir eru til aðstoðar skipuleggjanda í tengslum við leikinn, að svo miklu leyti sem lög heimila.
Lokaskilyrði
Ekkert úr leiknum eða í tengslum við leikinn má endurframleiða eða birta án skriflegs leyfis frá skipuleggjanda. Skipuleggjandi áskilur sér rétt til að gera breytingar á vinningum, reglum og/eða skilmálum leiksins hvenær sem er. Skipuleggjandi getur hætt við leikinn hvenær sem er án þess að þátttakendur eigi nokkrar kröfur á hendur skipuleggjanda.
Kvörtunum eða spurningum varðandi reglur, skilmála eða framkvæmd leiksins skal koma á framfæri gegnum síðuna https://www.icelandair.com/is/adstod/hafdu-samband/.