Undankeppni HM kvenna 2023: Flug á leik Hollands og Íslands | Icelandair
Pingdom Check

Undankeppni HM kvenna 2023: Flug á leik Hollands og Íslands

Nú fer að líða að ögurstundu í undankeppni Heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta, sem haldið verður í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi 2023.

Þann 6. september næstkomandi mætast Ísland og Holland á Stadion Galgenwaard vellinum í Utrecht. Þessi leikur ræður úrslitum um það hvort Ísland kemst áfram á mótið og þá munar um stuðning landa í stúkunni!

Allir sem kaupa flug með Icelandair til Amsterdam innan ferðatímabilsins 1. – 10. septembergefins miða á áðurnefndan leik Íslands og Hollands, í Íslendingahólfið í stúkunni.

Athugið að ferðalagið frá Amsterdam til Utrecht tekur um 30 mínútur og hægt er kaupa lestarmiða á síðunni https://www.omio.com/.

Afhending miða á leik Íslands og Hollands

Þegar þú ert búin/n að bóka flugið, biðjum við þig að senda tölvupóst á [email protected] sem inniheldur: bókunarnúmer, fjölda farþega og fyrirmæli um á hvaða netfang skuli senda miðana. Við sendum miðana á uppgefið netfang á rafrænu formi, í síðasta lagi mánudaginn 5. september.