Samþætting félaganna er liður í að efla innanlandsflugið og verður til hagsbóta fyrir farþega á margan hátt. Þeim býðst nú betra verð til fleiri áfangastaða og aukin fríðindi. Þar með er Icelandair fyrsti áfangi ferðalagsins, innanlands og utan.
Við viljum nefna að einhverjir hnökrar gætu orðið á þjónustu fyrst um sinn. Við vonum að farþegar sýni okkur skilning meðan við vinnum úr tímabundnum annmörkum sem kunna að hljótast af samþættingu félaganna.
Við vitum að margar spurningar geta vaknað hjá viðskiptavinum og hér fyrir neðan má finna svör við þeim helstu.
Nokkrar markverðar breytingar voru gerðar á þjónustu og gjöldum í innanlandsflugi við samþættingu Icelandair og Air Iceland Connect.
Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum, skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.
Nú njóta farþegar í innanlandsflugi góðs af Icelandair appinu, en með því er hægt að bóka flug, innrita sig í flug og sækja brottfararspjöld í snjallsímann. Þar að auki komum við mikilvægum upplýsingum til þín gegnum appið, þegar þú þarft á þeim að halda.
Sæktu Icelandair appið hjá App Store eða hjá Google Play.