Samþætting Air Iceland Connect og Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Air Iceland Connect er orðið að Icelandair

ICE_-_All-Domestic-Routes_Within-Iceland-x1-blue-isl

Nú hefur innanlands- og millilandaflug verið sameinað undir merkjum Icelandair

Samþætting félaganna er liður í að efla innanlandsflugið og verður til hagsbóta fyrir farþega á margan hátt. Þeim býðst nú betra verð til fleiri áfangastaða og aukin fríðindi. Þar með er Icelandair fyrsti áfangi ferðalagsins, innanlands og utan.

Við viljum nefna að einhverjir hnökrar gætu orðið á þjónustu fyrst um sinn. Við vonum að farþegar sýni okkur skilning meðan við vinnum úr tímabundnum annmörkum sem kunna að hljótast af samþættingu félaganna.

Við vitum að margar spurningar geta vaknað hjá viðskiptavinum og hér fyrir neðan má finna svör við þeim helstu.

Fyrir þá sem eiga bókað flug

Átt þú flugbókun hjá Air Iceland Connect? Hér finnur þú upplýsingar um fyrirliggjandi bókanir.

Fluginneignir og Flugkort

Hér er hægt að finna upplýsingar um ýmsar vörur sem hafa staðið viðskiptavinum Air Iceland Connect til boða. T.d. Fluginneignir og Flugkort.

Bókanir

Upplýsingar um breytingar á fargjaldaflokkum og flugbókunum eftir samþættingu.

Gjafabréf

Hér finnur þú upplýsingar um gjafabréf sem gefin eru út af Icelandair og Air Iceland Connect.

Farangur

Upplýsingar um farangursheimild og breytingar í kjölfar samþættingar.

Börn sem ferðast ein

Hér finnur þú upplýsingar um bókanir fyrir börn sem ferðast ein í innanlandsflugi.

Icelandair Saga Club

Hér finnur þú spurningar og svör við öllu sem snýr að Icelandair Saga Club, t.d. notkun og söfnun Vildarpunkta.

Helstu breytingar á þjónustu og gjöldum

Nokkrar markverðar breytingar voru gerðar á þjónustu og gjöldum í innanlandsflugi við samþættingu Icelandair og Air Iceland Connect.

  • Economy-fargjöld Icelandair taka við af fargjöldum Air Iceland Connect, Létt/Klassískt/Fríðindi.
  • Leyfileg þyngd á innrituðum farangri innanlands hefur aukist úr 20 kg í 23 kg. 
  • Nýjar reglur um breytingagjald eru í gildi. Breytingar verða ekki leyfðar á Economy Light. Breytingagald á Economy Standard verður 4000 kr. á mann. Ekkert breytingagjald á Economy Flex.
  • Nýjar reglur um sætisval eru í gildi. Sætisval kostar 900 kr. á Economy Light hvort sem setið er við glugga eða gang, en er innifalið á Economy Standard og Economy Flex.
  • Félagar í Saga Club fá fleiri Vildarpunkta út á hvert innanlandsflug en fyrir samþættingu. Economy Light: 500 punktar (áður 200 punktar). Economy Standard: 1000 punktar (áður 500 punktar). Economy Flex: 1500 punktar (áður 1000 punktar).

Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum, skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.

Icelandair appið: fyrir bæði innanlands- og millilandaflug

Nú njóta farþegar í innanlandsflugi góðs af Icelandair appinu, en með því er hægt að bóka flug, innrita sig í flug og sækja brottfararspjöld í snjallsímann. Þar að auki komum við mikilvægum upplýsingum til þín gegnum appið, þegar þú þarft á þeim að halda. 

Sæktu Icelandair appið hjá App Store eða hjá Google Play.