Við viljum auðvelda þér ferðalagið eins og kostur er á, gera það einfalt, þægilegt og sveigjanlegt.
Sveigjanleg bókun – Við erum sveigjanleg, ef þú þarft að breyta bókuninni.
Upplýsingaveita Icelandair – Finndu nýjustu upplýsingar um reglur og takmarkanir.
Sendu okkur COVID-19 gögnin þín – Fáðu ferðagögnin samþykkt áður en haldið er af stað í ferðalagið.
Örugglega út – Við höfum gert ýmsar ráðstafanir vegna COVID-19 og sóttvarna.
Viðbótarvernd – Vertu viðbúin/n óvæntum útgjöldum og veikindum.
Ef þú ert að velta því fyrir þér að bóka nýtt flug með okkur, kemur sér vel að skoða þær reglur sem gilda um breytingar á hverju fargjaldi fyrir sig:
Nánari upplýsingar um breytingagjald.
Hægt er að breyta öllum flugmiðum í millilandaflugi (nema Economy Light miðum) sem gefnir voru út fyrir 1. ágúst 2022, án þess að greiða breytingagjald. Athugaðu að þú gætir þurft að greiða mismun á fargjaldi.
Ef þú átt nú þegar bókaðan miða hjá okkur og vilt gera breytingar á honum, vinsamlega skoðaðu upplýsingasíðu okkar um breytingar á bókun.
Við sendum þér allar helstu upplýsingar fyrir ferðalagið.
Við vitum að á óvissutímum vakna margar spurningar, og við leitumst við að svara þeim sem flestum eða vísa á áreiðanlegar upplýsingasíður.
Skoðaðu samantekt á algengustu spurningunum sem okkur berast og ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur á áfangastöðum okkar. Ef einhverju er ósvarað, skaltu óhikað hafa samband.
Þú gerir ferðalagið þægilegra ef þú sendir okkur gögnin þín fyrirfram.
Ferlið er einfalt:
Athugið: Þessi þjónusta er valkvæð. Ef ekki er hægt að samþykkja ferðagögnin þín fyrir flugið af einhverjum ástæðum, geturðu framvísað þeim á flugvellinum eins og venjulega.
Við tökum verndun persónuupplýsinga þinna alvarlega – vinsamlega lestu persónverndarskilmálana okkar til þess að sjá nánar hvernig við höndlum persónuupplýsingar.
Við höfum öryggi ávallt í fyrirrúmi og gætum vandlega að sóttvörnum gegnum allt ferðalagið.
Við leggjum okkur fram við að tryggja hámarksöryggi á ferðalaginu, meðal annars með því að gæta að samskiptafjarlægð, ítarlegri sótthreinsun á flugvélunum okkar, og reglum um grímunotkun.
Vertu viðbúin/n óvæntum útgjöldum og veikindum.
Ef þú vilt aukna hugarró, býðst þér að greiða forfallagjald og/eða tryggja þig fyrir ófyrirséðum kostnaði, t.a.m. læknismeðferð (þar með talið vegna COVID-19) á meðan á ferðalaginu stendur.
Þú getur bætt við ferðasjúkratryggingu og/eða greitt forfallagjald í bókunarferlinu.
Áður en þú bætir ferðasjúkratryggingu við bókunina ættirðu að ganga úr skugga um að þú sért ekki þegar tryggð/ur fyrir þessum útgjöldum.