Einfaldlega sveigjanlegt | Icelandair
Pingdom Check

Einfaldlega sveigjanlegt

Nýir tímar kalla á nýja nálgun.
Hægt er að breyta öllum bókunum fram að brottfarardegi. Með fargjöldunum Economy Flex og Saga Premium Flex fylgir aukinn sveigjanleiki – þú færð endurgreiðslu ef plönin þín breytast.

Simply-travel-skilti_stærra

Sveigjanleg bókun

Við erum sveigjanleg, ef þú þarft að breyta bókuninni. 

Ef þú bókar núna getur þú breytt bókuninni með einföldum hætti án þess að greiða breytingargjald. 

Viltu frekar hafa möguleika á endurgreiðslu fargjalds ef plön breytast? Kíktu á flex fargjöldin okkar, þeim fylgir aukinn sveigjanleiki og endurgreiðsla á fargjaldi er möguleg.

Upplýsingaveita Icelandair

Við sendum þér allar helstu upplýsingar fyrir ferðalagið.

Við vitum að á óvissutímum vakna margar spurningar, og við leitumst við að svara þeim sem flestum eða vísa á áreiðanlegar upplýsingasíður.

Skoðaðu samantekt á algengustu spurningunum sem okkur berast og ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur á áfangastöðum okkar. Ef einhverju er ósvarað, skaltu óhikað hafa samband.

Örugglega út

Við höfum öryggi ávallt í fyrirrúmi og gætum vandlega að sóttvörnum gegnum allt ferðalagið.

Við leggjum okkur fram við að tryggja hámarksöryggi á ferðalaginu, meðal annars með því að gæta að samskiptafjarlægð, ítarlegri sótthreinsun á flugvélunum okkar, og reglum um grímunotkun.

Bókaðu áhyggjulaus

Ef þú greinist með COVID-19 við sýnatöku á áfangastað (þegar við á), munum við endurbóka ferð þína heim, þér að kostnaðarlausu eftir að einangrun líkur.

Viðbótarvernd

Vertu viðbúin/n óvæntum útgjöldum og veikindum.

Ef þú vilt aukna hugarró, býðst þér að greiða forfallagjald og/eða að tryggja þig fyrir ófyrirséðum kostnaði, t.a.m. læknismeðferð (þar með talið vegna COVID-19) á meðan á ferðalaginu stendur.

Þú getur bætt við ferðasjúkratryggingu og/eða greitt forfallagjald í bókunarferlinu.

Áður en þú bætir ferðasjúkratryggingu við bókunina ættirðu að ganga úr skugga um að þú sért ekki þegar tryggð/ur fyrir þessum útgjöldum.

20-2767-Simply-travel-website-stelpa