Einfaldlega sveigjanlegt | Icelandair
Pingdom Check

Einfaldlega sveigjanlegt

Þú getur breytt fluginu þínu fram að brottför með Standard og Flex fargjöldunum okkar. Athugaðu að frá og með 4. apríl 2022 er ekki hægt að breyta Economy Light miðum (ef þú breyttir bókuninni á einhverjum tímapunkti, gildir útgáfudagur þess miða sem síðast var gefinn út).

Flex fargjöldunum okkar fylgir einnig sá möguleiki að fá miðana endurgreidda ef plönin þín breytast. 

Simply-travel-skilti_stærra

Hvað er átt við með Einfaldlega sveigjanlegt?

Við vitum að upp á síðkastið hafa ferðalög verið flóknari en vanalega. Þess vegna höfum við leitast eftir því að auðvelda þér ferðina eins og kostur er á og gera það einfaldlega sveigjanlegt.

Sveigjanleg bókun – Við erum sveigjanleg, ef þú þarft að breyta bókuninni.

Upplýsingaveita Icelandair – Finndu nýjustu upplýsingar um reglur og takmarkanir.

Sendu okkur COVID-19 gögnin þín – Fáðu ferðagögnin samþykkt áður en haldið er af stað í ferðalagið.

Örugglega út – Við höfum gert ýmsar ráðstafanir vegna COVID-19 og sóttvarna.

Bókaðu áhyggjulaus – Hvernig við getum aðstoðað þig ef fluginu þínu er aflýst, eða ef þú veikist.

Viðbótarvernd – Vertu viðbúin/n óvæntum útgjöldum og veikindum.

Sveigjanleg bókun

Fargjöldunum okkar fylgja mismikil fríðindi. Hægt er að breyta ferðadögum með sumum fargjöldum án breytingagjalds, og önnur bjóða endurgreiðslu ef þú þarft að hætta við ferðina.

Fargjald Breyting á ferðadögum leyfð Endurgreiðsla fáanleg
Economy Light* Nei Nei
Economy Standard Nei
Economy Flex
Saga Premium Nei
Saga Premium Flex

*Breytingar eru ekki leyfðar á Economy Light fargjaldi frá og með 4. apríl 2022 (athugaðu að ef þú breyttir bókuninni á einhverjum tímapunkti, gildir útgáfudagur þess miða sem síðast var gefinn út).

Nánari upplýsingar um fargjöld.

Upplýsingaveita Icelandair

Við sendum þér allar helstu upplýsingar fyrir ferðalagið.

Við vitum að á óvissutímum vakna margar spurningar, og við leitumst við að svara þeim sem flestum eða vísa á áreiðanlegar upplýsingasíður.

Skoðaðu samantekt á algengustu spurningunum sem okkur berast og ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur á áfangastöðum okkar. Ef einhverju er ósvarað, skaltu óhikað hafa samband.

Sendu okkur COVID-19 gögnin þín

Þú gerir ferðalagið þægilegra ef þú sendir okkur gögnin þín fyrirfram.

Ferlið er einfalt:

  1. Kannaðu hvaða ferðatakmarkanir gilda á þínum áfangastað.
  2. Sendu okkur gögnin þín, um leið og þú innritar þig á netinu
  3. Ef allt stemmir, samþykkjum við gögnin þín og þú getur ferðast með hugarró.

Athugið: Þessi þjónusta er valkvæð. Ef ekki er hægt að samþykkja ferðagögnin þín fyrir flugið af einhverjum ástæðum, geturðu framvísað þeim á flugvellinum eins og venjulega.

Við tökum verndun persónuupplýsinga þinna alvarlega – vinsamlega lestu persónverndarskilmálana okkar til þess að sjá nánar hvernig við höndlum persónuupplýsingar.

Örugglega út

Við höfum öryggi ávallt í fyrirrúmi og gætum vandlega að sóttvörnum gegnum allt ferðalagið.

Við leggjum okkur fram við að tryggja hámarksöryggi á ferðalaginu, meðal annars með því að gæta að samskiptafjarlægð, ítarlegri sótthreinsun á flugvélunum okkar, og reglum um grímunotkun.

Viðbótarvernd

Vertu viðbúin/n óvæntum útgjöldum og veikindum.

Ef þú vilt aukna hugarró, býðst þér að greiða forfallagjald og/eða tryggja þig fyrir ófyrirséðum kostnaði, t.a.m. læknismeðferð (þar með talið vegna COVID-19) á meðan á ferðalaginu stendur.

Þú getur bætt við ferðasjúkratryggingu og/eða greitt forfallagjald í bókunarferlinu.

Áður en þú bætir ferðasjúkratryggingu við bókunina ættirðu að ganga úr skugga um að þú sért ekki þegar tryggð/ur fyrir þessum útgjöldum.

Aukinn sveigjanleiki fyrir ferðalög til Íslands

Ef þú greinist með COVID-19 á meðan á ferðalagi til Íslands stendur (þegar við á), endurbókum við flugið þitt heim, þér að kostnaðarlausu.

20-2767-Simply-travel-website-stelpa