Einfaldlega sveigjanlegt | Icelandair
Pingdom Check

Einfaldlega sveigjanlegt

Nýir tímar kalla á nýja nálgun. Bókaðu eða breyttu - það hefur aldrei verið einfaldara. Sveigjanleikinn fyrir millilandaflug.

Simply-travel-skilti_stærra

Sveigjanleg bókun

Við erum sveigjanleg, ef þú þarft að breyta bókuninni.

Sveigjanleiki er alltaf innifalinn þegar þú bókar flug með Icelandair. Þú getur sjálf/ur breytt bókuninni með einföldum hætti og þú greiðir ekkert breytingargjald. Þú getur líka afbókað flugið og fengið inneignarnótu* sem jafngildir heildarupphæð bókunarinnar. Inneignin gildir í þrjú ár. Athugaðu að þú gætir þurft að greiða mismun á upphæð fargjalda.

*Þessi regla á eingöngu við um millilandaflug og gildir þar til annað verður ákveðið.

Upplýsingaveita Icelandair

Við sendum þér allar helstu upplýsingar fyrir ferðalagið.

Við vitum að á óvissutímum vakna margar spurningar, og við leitumst við að svara þeim sem flestum eða vísa á áreiðanlegar upplýsingasíður.

Skoðaðu samantekt á algengustu spurningunum sem okkur berast og ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur á áfangastöðum okkar. Ef einhverju er ósvarað, skaltu óhikað hafa samband.

Örugglega út

Við höfum öryggi ávallt í fyrirrúmi og gætum vandlega að sóttvörnum gegnum allt ferðalagið.

Við leggjum okkur fram við að tryggja hámarksöryggi á ferðalaginu, meðal annars með því að gæta að samskiptafjarlægð, ítarlegri sótthreinsun á flugvélunum okkar, og reglum um grímunotkun.

Bókaðu áhyggjulaus

Ef þú greinist með COVID-19 þegar þú ferðast til Íslands með okkur, eða í seinni sýnatökunni 4-6 dögum eftir komu til landsins (þegar við á), munum við endurbóka ferð þína heim frá Íslandi, þér að kostnaðarlausu eftir að einangrun líkur.

Viðbótarvernd

Vertu viðbúin/n óvæntum útgjöldum og veikindum.

Ef þú vilt aukna hugarró, býðst þér að greiða forfallagjald og/eða að tryggja þig fyrir ófyrirséðum kostnaði, t.a.m. læknismeðferð (þar með talið vegna COVID-19) á meðan á ferðalaginu stendur.

Þú getur bætt við ferðasjúkratryggingu og/eða greitt forfallagjald í bókunarferlinu.

Áður en þú bætir ferðasjúkratryggingu við bókunina ættirðu að ganga úr skugga um að þú sért ekki þegar tryggð/ur fyrir þessum útgjöldum.

20-2767-Simply-travel-website-stelpa