Flug til Manchester
Á Norður-Englandi úir og grúir af alls kyns skemmtilegheitum – iðandi borgarlífi með pöbbum, lifandi tónlist, forvitnilegum söfnum og veitingahúsum. Manchester er líflegur suðupottur (eins og nágrannaborgin Liverpool) og þar lifnar sagan við á hverju götuhorni, en margir sækja borgina einmitt heim til að votta hetjum íþrótta og tónlistar virðingu sína.
Icelandair býður ódýr flug til Manchester þar sem þú getur eytt eftirmiðdeginum á Old Trafford og fengið þér öl á næsta pöbb eða vakað alla nóttina á næturklúbbum borgarinnar.