Flug til Washington DC, ódýrt flug til Washington DC | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Washington D.C.

Það er lítið mál að finna sér eitthvað að gera í hinni voldugu Washington, nóg er af söfnum og stórkostlegum minnisvörðum. Það leikur enginn vafi á því, þessi borg er mikilvæg. Washington DC spilar lykilhlutverk í svo mörgu og borgin á ekki erfitt með að laða fólk til sín.

Icelandair býður ódýrt flug daglega til Washington DC ef þú vilt upplifa pólitíkina, kraftinn og svo margt fleira. Þessi borg er ekkert annað en töfrandi.

Washington D.C.

Bandaríkin
Fólksfjöldi: 672.228 (2015)Svæði: 177 km²Samgöngur: Metrobus, Metrorail, MetroAccess. Metro-kerfið er samgöngukerfi Washington-borgar og samanstendur af strætisvögnum og lestum sem koma þér þangað sem þú þarft að komast.Gjaldmiðill: BandaríkjadalurSpennandi hverfi: Logan Circle/14th Street - Shaw - Capitol Hill - Adams Morgan - H Street NE

Þýðingarmikil kennileiti, þjóðlegar stofnanir

Hvíta húsið, Capitol, Pentagon, áhrifamiklir minnisvarðar og minnismerki um forseta, herkænsku og hugrakka hermenn. Það er margt að sjá í skoðunarferðum um borgina. Skipuleggðu tíma þinn vel því þú vilt ekki gleyma að heimsækja Smithsonian-safnið. Þessi stofnun er ótrúleg en hún er stærsta safn í heimi sem og miðstöð rannsókna og kennslu. Starfrækt undir Smithsonian eru 19 söfn og gallerí í heimsklassa (að ógleymdum almenningsgörðum og dýragarði) sem fær þig til að gapa af undrun. Ferðamenn: takið ykkur stöðu!

Smithsonian’s Natural History Museum og American History Museum eiga eftir að fylla hugann af alls konar vitneskju og Air and Space Museum á eftir að koma þér skemmtilega á óvart (þar er einnig stjörnuver og IMAX-salur). Gaman er einnig að geta þess að það kostar ekkert að fara á öll þessi söfn.

Alþjóðlegur suðupottur

Það kemur ekki á óvart að borgin er mjög alþjóðleg – erlendir íbúar, diplómatar, námsmenn og heimamenn búa hlið við hlið og þeir borða líka vel! Matargerð hvaðanæva úr heiminum sem og bandarísk er hér á boðstólum. Þú getur fundið flotta veitingastaði þar sem pólitísk málefni eru rædd og reifuð. Á kaffihúsum og börum í Georgetown blanda efnaðir námsmenn og heimamenn geði. U Street Corridor er líflegt svæði og þar er hægt að fara á skemmtilega staði í ódýrari kantinum (og þar eru frábærir jazz-klúbbar). Gaman er að freista gæfunnar við Logan Circle en þar er ofgnótt góðra matsölustaða í heillandi sögulegu umhverfi.

Eitt er það sem þú verður að smakka í Washington DC: half-smoke. Rétturinn er sérstök pylsa en bara stærri, bragðbetri og áferðin aðeins grófari. Matarvagnar og matarbásar selja þetta hnossgæti á götum úti og þú getur tekið þátt í rökræðunum um hvar hægt sé að fá bestu half-smoke-pylsu borgarinnar.

Markaðir og gjafavöruverslanir

Í öllum þessum stórkostlegu söfnum eru líka gjafavöruverslanir þar sem hægt er að fjárfesta í amerískum nauðsynjum og pólitískum minjagripum. Sumir þeirra eru þó með áhugaverð þemu og sú besta er verslunin í Air and Space Museum.

Það er gaman að fá sér snarl og gramsa í dótinu á mörkuðum og það er flóamarkaður um helgar við Easter Market nálægt Capitol Hill. Þar er hægt að ná sér í gamla fjársjóði og listaverk sem og handverk og heimagerðar matvörur frá heimamönnum. Laufklætt og ljúft Georgetown-hverfið býður upp á góða möguleika á gramsi – verslanir og kaffihús leggja undir sig M Street og Wisconsin Avenue og ef þú ert í nágrenninu skaltu kíkja við í Cady’s Alley, en við þessa hellulögðu götu eru eru fjölmargar spennandi hönnunarverslanir.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!