Pingdom Check

Spennandi möguleikar í boði

Benidorm, Albir og Calpe eru strandbæir af bestu gerð með fjölbreyttri matarmenningu og eftirsóttri veðursæld. Þar er að finna fjörugt skemmtanalíf, skemmtigarða, aðstæður til íþróttaiðkunar, fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, markaði og heimsþekktar verslanir.
Flogið er til Alicante, sem er í hjarta Costa Blanca héraðsins, og þaðan liggja vegir til allra átta.

Þú finnur góða gistimöguleika fyrir fjölskylduna á svæðinu og getur nálgast alla þá þjónustu sem hugsast getur.

Strendurnar við Benidorm eru einstakar og mikið aðdráttarafl. Playa de Poniente, er 3 km löng með ljósum sandi og sú vinsælasta á meðal íbúa. Hún er einnig mjög breið og því auðsótt að finna sér skika til að slaka á í sólinni. Önnur skemmtileg strönd á svæðinu er hin 2 km langa og gyllta Playa de Levante, fullkomin til að flatmaga og fylgjast með sólsetrinu.

Calpe státar einnig af fjölskylduvænum og fallegum strandsvæðum eins og Playa de La Fossa og Playa Del Arenal Bol þar sem Peñon d'Ifach eða Calpe klettur gnæfir yfir í öllu sínu veldi.

Playa de Racó er svo aðalströndin við Albir. Hún er 600 m löng, þakin fínum og sléttum smásteinum. Útsýnið þaðan er ekki af verri endanum en það má bæði sjá glitta í Calpe klettinn og hinn stórbrotna náttúrugarð Sierra Helada.

Í nágrenni Benidorm, Albir og Calpe er Guadalest sem er eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar. Þarna er gamalt Máravirki frá 8. öld, byggt á kletti í um 900 metra hæð yfir sjávarmáli.
Það er mjög tilkomumikið að aka leiðina upp að Guadalest, vegurinn er malbikaður en liggur oft bugðóttur utan í bröttum hlíðum fjallsins.

Altea er annar yndislegur lítill bær sem allir ættu að heimsækja. Gamli bærinn stendur uppá hæð sem áður fyrr gerði þorpsbúum kleift að sjá til sjóræningjana. Þeir komu stundum frá Ibiza eða Mallorca og gerðu mikinn óskunda á meginlandinu.
Bærinn er þekktur fyrir kirkju, rómuð fyrir fegurð og það er einstaklega notalegt að ganga um litlu steinlögðu göngugöturnar (háir hælar geta reynst hættulegir). Rétt við kirkjuna er útsýnispallur þaðan sem sést yfir til Benidorm og Calpe.

Ekki láta Benidorm, Albir eða Calpe framhjá þér fara.

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Hótel

Skoðaðu úrval gististaða í bókunarvél

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 99.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu