Flug til Alicante
Hafnarborgin Alicante liggur að Miðjarðarhafi og tilheyrir strandlengjunni Costa Blanca, „hvítu ströndinni“. Borgin býður allt sem þarf fyrir rólegt frí: hlýtt og milt veður, stærðarinnar strandsvæði, afþreyingu fyrir alla aldurshópa, náttúrufegurð Miðjarðarhafsins, sýnilega sögu og fjölbreytilega menningu. Héðan er stutt í Benidorm og marga aðra huggulega sumarleyfisstaði og stórborgin Valencia er í 90 mínútna akstursfjarlægð.