Innifalið í pakkanum
Tilkomumikið landslag
Pakkaferðir til ILULISSAT á Grænlandi.
Ilulissat (Jakobshavn) á Vestur-Grænlandi er orðinn einn helsti áfangastaður ferðamanna þar í landi.
Landslagið er tilkomumikið og hljóðin magnþrungin þegar jökullinn brotnar og ísjakar steypast í hafið.
Í boði eru þriggja og fjögurra nátta pakkaferðir og flogið er frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til Ilulissat (JAV). Flugið tekur 3 klst. og 15 mín. og þegar komið er á áfangastað opnast ný veröld sem er afar frábrugðin borgarlífinu á Fróni.
Ferðin inniheldur, flug, gistingu á HOTEL HVIDE FALK með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis og skoðunarferð sem er sigling um Ísfjörð. Einnig er í boði að bóka ýmsa aðra afþreyingu eða skoðunarferðir sem eru í boði á Grænlandi á meðan dvöl stendur. Skoðið úrvalið og hafið samband gegnum það netfang sem gefið er upp á síðunni.
Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.
Sjá ferðáætlun hér að neðan.
Flug frá Keflavík til Ilulissat.
Akstur frá flugvelli á vegum hótelsins.
Gisting: 3 eða 4 nætur á Hotel Hvide Falk í tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi, morgunverður innifalinn alla daga.
HOTEL HVIDE FALK er staðsett miðsvæðis í Ilulissat og býður upp á 3 stjörnu gistirými með verönd, veitingastað og bar. Hótelið býður upp á ókeypis WiFi.
Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt og handklæði. Sum herbergi á Hotel Hvide Falk eru með bæjarútsýni og öll herbergin eru með svalir.
Gistirýmið býður upp á morgunverðarhlaðborð eða léttan morgunverð.
Stórir gluggar á veitingastaðnum hótelsins gefa gestum tækifæri til að njóta stórkostlegs útsýnis yfir fjörðinn með rísaísjökum á meðan verið er að snæða morgun- eða kvöldverð.
Á veitingastaðnum er boðið upp á mat úr héraði, svo sem sjávar- og kjötrétti með því sem grænlenska náttúran bíður upp á. Matseðillinn er nokkuð misjafn eftir árstíðum, en á barnum er einnig hægt að panta sér bjór sem framleiddur er í bruggsmiðju í bænum.
HOTEL HVIDE FALK
Edvard Sivertsenip aqq. 18, Ilulissat
Tel. +299 94 33 43
Morgunverður á hótelinu (kl. 6:00-10:00)
Sigling um Ísfjörð. Ferðin tekur 2,5 klukkutíma (Brottfarartími getur verið misjafn eftir dagsetningum)
Mæting: Hotel Hvide Falk, 15 min. fyrir brottför.
Ísfjörður við Ilulissat, kallaður á grænlensku „Ilulissat Kangerlua“ er staður með einn afkastamesta skriðjökli jarðar. Til þess að sjá og skilja raunverulega fegurð þessa rísa ísjaka verða menn að fara í bátsferð og sigla á milli þeirra. Séð frá báti eru þeir eins og ísfjöll sem rísa beint upp úr hafinu.
Allur Ilulissat ísfjörður er skráður á heimsminjaskrá UNESCO vegna mikillar ísjakaframleiðslu jökulsins Sermeq Kujalleq neðst í ísfjarðarbotni og gríðarmikilla ísjaka sem eru fastir í enda hans.
Sama hvernig veðrið er, ísjakarnir verða alltaf magnaðir að sjá. Sólin lætur hvíta ísinn skína og glitra, á meðan bláu litirnir íssins koma fram þegar skýjað er.
Allar bátsferðir eru í löggiltum ferðabátum og með reyndum leiðsögumönnum. Þeir munu segja ykkur frá ísnum og mikilvægi hans fyrir svæðið á meðan siglt er framhjá gríðarmiklum ísjakunum.
Dagur 3.
Morgunverður á hótelinu (kl. 6:00-10:00).
Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum.
Ilulissat er þriðja stærsta byggðarlagið á Grænlandi með um 4900 íbúa. Bærinn er á miðri vesturströnd landsins og um 200 kílómetrum norðan við norðurheimskautsbaug. Nafn bæjarins, Ilulissat, þýðir "Ísjaki" á grænlensku. Ísfjörður við Ilulissat var tilnefndur á Heimsminjaskrá UNESCO árið 2004. Grænlensk-danski heimskautafarinn Knud Rasmussen fæddist og ólst upp í Ilulissat og er þar nú safn um hann og rannsóknir hans.
Á veturna fer hitastig allt niður í -30°C en á móti kemur að loftslag er mjög þurrt sem gerir það að verkum að kuldinn verður bærilegri. Að sumri til getur hiti farið upp í rúmar 20°C.
Möguleiki að kaupa og afþreyingu í Ilulissat og Disco flóanum eins og til dæmis 3ja tíma kajakferð, bátferð til Eqi jökuls, Oqaatsut eða Ilimanaq; gönguferð til Sermermiut eyðibylis við Ísfjörð.
Dagur 4 (heimferðardagur) í þriggja nátta ferðunum, og dagur 5 (heimferðardagur) í fjögurra nátta ferðunum.
Dagur 4 (3ja nátta pakkaferð)
Morgunverður á hótelinu (kl. 6:00-10:00).
Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum, fram að brottför hjá þeim farþegum sem bókuðu 3ja nátta pakkaferðina
Útskráning úr herbergjunum er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur í hótelinu.
Akstur frá hóteli á flugvöll á vegum hótelsins.
Möguleiki á að bóka afþreyingu-skoðunarferðum fyrir þá farþega sem gista í fjórar nætur. Nonni Travel sér um að bóka þá þjónustu. Sjá hvað er í boði á meðfylgjandi link hjá þeim sem gista í fjórar nætur. Annars frjáls dagur.
Dagur 5 (4ja nátta pakkaferð)
Morgunverður á hótelinu (kl. 6:00-10:00).
Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum, fram að brottför hjá þeim farþegum sem bókuðu 4ja nátta pakkaferðina
Útskráning úr herbergjunum er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur í hótelinu.
Akstur frá hóteli á flugvöll á vegum hótelsins.