Flug to Ilulissat
Flug frá Reykjavíkurflugvelli (RKV) til Ilulissat (JAV) tekur 3 klst. og 15 mín. – flug yfir í veröld á Vestur-Grænlandi sem er afar frábrugðin borgarlífinu á Fróni.
Ilulissat (Jakobshavn) í Vestur-Grænlandi er orðinn einn helsti áfangastaður ferðamanna þar í landi. Landslagið er tilkomumikið og hljóðin magnþrungin þegar jökullinn brotnar og ísjakar steypast í hafið.
Þessi fallegi bær liggur 350 km norður af heimskautsbaug, í námunda við stærstu íshettu norðursins. Útsýnið yfir Diskó-flóann lætur engan ósnortinn.