Flug til Kaupmannahafnar, ódýrt flug til Danmerkur, Beint flug til Köben | Icelandair
Pingdom Check
FLUG
HÓTEL

Kaupmannahöfn

Innifalið í pakkanum

Icelandair logo
FLUG
Báðar leiðir
Flug báðar leiðirEconomy Standard
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun
HÓTEL
GistingGisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður innifalinn
ANNAÐ
Skattar og gjöld
Flugvallarskattar og gjöld

Vildarpunktar
Félagar í Saga Club safna Vildarpunktum í pakkaferðum Icelandair VITA
Verð fráVerð á mann m.v. 2 fullorðna
ISK 64.900

Tívolí, Strikið, hönnun og borgarlíf

Svalasta höfuðborg Skandinavíu er Kaupmannahöfn. Ótrúlega heillandi borg sem býður upp á svo margt.

Það er ekki hægt að fara til Kaupmannahafnar án þess að bragða á einni "pølse".

Það sama á við um danskt "smørrebrød", dökkt rúgbrauð með ýmsu áleggi, oftast síld og skinku. Þegar hungrið hefur verið satt er tilvalið að ganga meðfram síkjunum, um fallega almenningsgarða eða kíkja í Tívolí, skemmtigarðinn fræga sem staðsettur er í miðborginni. Þar lýkur deginum oft með ótrúlegri flugeldasýningu.

Þessi vinalega stórborg býður upp á frábæra afþreyingu af ýmsu tagi, söfn, almenningsgarða, dýragarð, strönd, verslanir, kaffihús og matarmarkaði.

Hægt er að bóka ýmsa afþreyingu sem er í boði í Kaupmannahöfn og nágrenni hér.

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Gististaðir

Hotel Kong Arthur Copenhagen
Hotel Kong Arthur Copenhagen er fjögurra stjörnu hótel staðsett við borgarvötnin í miðborg Kaupmannahafnar. Byggingin er frá 1882 og upprunaleg sérkenni hafa fengið að njóta sín í endurhönnun. Fortíð og framtíð mætast, hið nýja við hið gamla en húsið á sér merkilega sögu. Það var og er vinsælt fyrir djassviðburði og margir þekktir djassleikarar hafa gist á hótelinu í gegnum tíðina, þar á meðal Ray Charles og Joe Zawinuls. Í dag er hótelið einstaklega hlýlegt en í takt við nútímann og státar af góðri þjónustu og upplifun. Öll 215 herbergin eru hönnuð á mismunandi og stílhreinan hátt, flest með fallegu fiskibeinaparketi. Herbergin eru vel útbúin og mikið lagt upp úr fallegum smáatriðum. Nørreport lestarstöðin er í 10 mínútna gögnufjarlægð frá hótelinu. Strikið og Tívolígarðurinn er í 15 mínútna göngufjarlægð. Frábær möguleiki fyrir þá sem vilja þægindi og gæði í fallegu og sögulegu umhverfi.
Copenhagen Strand Hotel
Copenhagen Strand Hotel er 4ja stjörnu hótel vel staðsett í hjarta Kaupmannahafnar, nálægt Nýhöfninni og eingöngu nokkurra mínútna gangur að Strikinu. Það er staðsett í gömlu vöruhúsi sem hefur verið gert upp á einstaklega huggulegan og notalegan hátt. Öll 174 herbergin eru vel útbúin með helstu nauðsynjum, frí nettenging, sjónvarp og öryggishólf. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Svíturnar eru allar með útsýni yfir höfnina. Þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu. Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal í sjarmerandi kjallara hússins þar sem hátt er til lofts og innréttað á skemmtilegan hátt. Þar er einnig móttaka og setustofa.
Skt.Petri Hotel
Skt.Petri Hotel er gott 4ja stjörnu hótel. Staðsetningin á hótelinu er mjög góð í gamla latneska hverfinu. Á svæðinu í kringum hótelið er að finna verslanir, veitingastaði og kaffihús. Strikið er í eingöngu 4 mín gönguleið frá hótelinu. Herbergin eru vel hönnuð með loftkælingu, flatskjá og ókeypis nettengingu. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, veitingastaður og bar.
Wakeup Copenhagen - Bernstorffsgade
Wakeup Copenhagen - Bernstorffsgade er mjög einfalt og stílhreint gott hótel 2ja stjörnu hótel. Hótelið er miðsvæðis á horni Bernstorffsgade og Kalvebod Brygge. Í nokkurra mínútna göngufjarlægt er Tivoli. Herbergin eru lítil með flatskjá með gervihnattarásum. Sérbaðherbergi er einnig til staðar í hverju herbergi. Hönnunin bæði á herbergjunum og hótelinu er góð. Það er ókeypis nettenging á hótelinu og einnig býður hótelið upp á reiðhjólaleigu
Best Western Hotel Hebron
Best Western Hotel Hebron er gott 3ja stjörnu hótel staðsett í eingöngu fimm mínútna gangi frá Tivolígarðinum. Herbergin eru stílhrein og bjóða upp á helstu þægindi. Á hótelinu er hægt að leigja hjól og það er ókeypis nettenging.
fráISK 64.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu