Ódýr flug til Köben (CPH) | Icelandair
Pingdom Check

Kóngsins Köben er handan við hornið

Þó gestsaugað sé vissulega glöggt, og sjái fegurðina í því sem endurtekning hefur gert að gráum hversdegi í augum heimamanna, situr ferðalangurinn samt fastur á yfirborðinu. Hann þarf trausta hjálparhönd heimamanns til að rata á ýmislegt forvitnilegt sem er kannski rétt handan við hornið.

Við tókum nokkra Kaupmannahafnarbúa tali til að fræðast um hvernig íbúar staðarins upplifa borgina sína.

Skoðaðu myndskeiðin hér fyrir neðan og spreyttu þig á dönskunni!

Torvehallerne

Kaupmaður sem starfar í Torvehallerne í Nørrebro, veitir okkur innsýn í hefðbundna danska matarmarkaði. Á markaðnum er lagt upp með vörurnar sjálfar eins og þær koma af kúnni, ekki umbúðir og markaðssetningu stórmarkaðanna.

Menning á mörkuðum

Eins og víða annarsstaðar hafa stórmarkaðir og verslunarmiðstöðvar sópað til sín viðskiptum í Danmörku síðustu áratugina og ýtt minni og hefðbundnari mörkuðum til hliðar, mörkuðum þar sem litlir framleiðendur og bændur seldu vörur sínar beint til kúnnanna.

Torvehallerne er eins konar mótvægisaðgerð, hér vilja kaupmenn halda anda matarmarkaða með hefðbundnu sniði á lofti. Og kannski vilja þeir líka minna á að markaðir snúast ekki bara um matvælaúrvalið, heldur eru þeir mikilvægar menningarstofnanir út af fyrir sig.


Wecycle

Eigendur Wecycle telja sig hafa komist nokkuð nærri kjarna danskrar nútímamenningar og halda úti hjólasölu og kaffihúsi undir sama þaki.

Borgin þar sem allir hjóla

Sennilega skáka fáar borgir Kaupmannahöfn þegar kemur að hjólreiðum. Í Köben hefur hjólið sömu virðingarstöðu og bílar og strætisvagnar. Umfangsmikil mannvirki eru reist til þess að greiða fyrir umferð hjólreiðafólks og hjólreiðar og allt sem þeim fylgir eru snar þáttur í menningu borgarinnar.

Svo er góður hjólreiðatúr kannski besta leiðin til að kynnast borgarlífinu í öllum sínum fjölbreytileika. Þéttriðið net hjólreiðastíga gerir þér kleift að þeysa í gegnum hvert hverfið á fætur öðru og sjá hvernig landið liggur!

Kødbyen

Þetta fyrrum kjötiðnaðarsvæði í hjarta Kaupmannahafnar iðar nú af mannlífi og býður upp á alls kyns veitingar og stundum líka lifandi tónlist!

Sønder Boulevard

Á vefsíðunni Visit Copenhagen má sjá yfirlit yfir allt sem stendur til boða í Kødbyen.

Kødbyen liggur í grennd við Sønder Boulevard, eitt huggulegasta breiðstræti borgarinnar. Þar ríkir afslappaður hversdagsandi, börnin leika sér, ungmenni stunda íþróttir og íbúar hverfisins njóta lífisins á notalegu kaffihúsi. Við mælum með heimsókn í Folkehuset Absalon, gamla kirkju sem stendur við Sønder Boulevard og hefur verið breytt í samkomuhús fyrir íbúa hverfisins. Hér eru matsala og hér eru haldnir alls kyns viðburðir allt árið um kring.

Reffen

Enginn matgæðingur má láta matarmarkaðinn í Reffen fram hjá sér fara. Hér má gæða sér á kræsingum hvaðanæva að úr heiminum, í þægilegu og líflegu umhverfi. Nepölsk, mexíkósk, dönsk og grísk matargerð þrífast hér hver í sínum bás, á einum ilmandi reit.

Skapandi samkomustaður

Þeir sem vilja fá hugmynd um úrvalið, geta rennt yfir matseðilinn á vefsíðu Reffen

Fyrir utan veiitngabása og bari, er öflugt menningarlíf í Reffen. Þar eru reglulega haldnar skapandi vinnustofur, auk þess sem fólk sækir hér tónlistarviðburði, spilakvöld og fyrirlestra af ýmsu tagi.

Reffen leggur sérstaka áherslu á endurnýtingu. Matarbásarnir eru gerðir úr gömlum vöruflutningagámum og kapp er lagt á að lágmarka plast- og matarsóun. Nánar um hugmyndina á bak við Reffen.


Notaleg kósíheit og hipsterar

Lífstílsblogg og tímarit eiga sér nýtt eftirlæti: hygge. Þessi danska dægrastytting hefur svo sannarlega náð athygli heimsbyggðarinnar og fylgir því eftir í að iðka notalegheit og góðar stundir með ljúffengum mat, kertaljósum og góðu spjalli milli vina. Allir eru að leitast við að eiga sína eigin útgáfu því hygge er eins og elixír gegn önnum nútímans. Slakaðu á, þú átt eftir að geta haft það huggulegt alls staðar í Köben sem og farið á listasöfn og skoðað sniðuga byggingarlist sem blandar saman hinu nýja og gamla.

Fyrir þá sem eru í leit að hefðbundnari afþreyingu þá er hægt að skoða konunglega kastala, síki og koparturna eða fara í gamla góða Tívolíið (það er frá 1843!). Lífskúnstnerar gætu haft gaman af nýju galleríunum, spennandi götumat, sundlaugum við síkin og földum börum. Er til einhver töfralausn gegn öfund út í heimamenn? Ef svo er, þá er sniðugt að pakka henni niður.

Dönsk kvöldverðargleði

Einn veitingastaður í Kaupmannahöfn hefur hlotið mikla ahygli síðastliðinn áratug á alþjóðavísu. Við erum að sjálfsögðu að tala um Noma en hann kom danskri matargerð á kortið. Núna er urmull af frábærum matsölustöðum í Köben og fyrrum lærlingar Noma eru að opna nýja spennandi veitingastaði út um alla borg.

Það má þó ekki gleyma sér í kapphlaupinu við að uppgötva nýja staði, gömlu venjurnar standa alveg enn undir nafni. Ekki gleyma að fá þér klassískt Smørrebrød eða missa af tækifærinu til að fara í bakarí af gamla skólanum og smakka á hinum einu sönnu dönsku vínarbrauðum. Fáðu þér pølse med det hele sem er fáanleg í pølsevogn á torginu, það er eftir allt saman hefð við komu í Köben. Ef þig langar að smakka á meiri götumat skaltu halda til Papirøren en þar eru fjölmargir matarbásar við vatnsbakkann. Langi þig að prófa bæði danska og alþjóðlega matargerð er gaman að kíkja í Torvehallerne sem er skemmtileg mathöll og markaður í borginni.

Hönnun, hefð og heimili

Það er ótrúlega gaman að versla í Kaupmannahöfn og sterk hönnunarhefð er gegnumgangandi í verslunum borgarinnar. Engan þarf að kynna fyrir Strikinu, einni lengstu verslunargötu Evrópu og þeim fjölmörgu stórverslunum, hönnunarverslunum og alþjóðlegu vörumerkjum sem þar eru.

Tíska og heimilisbúnaður mun ákalla kreditkortið og töskuplássið, sérstaklega í verslunum eins og Illums Bolighus sem samsvarar hofi þar sem góður smekkur er tilbeðinn. Það eru mikið um heimagert glingur sem hægt er að taka með sem minjagripi. Hver getur ekki gleymt sér í Legokaupum í upprunalandi leikfangsins! Gaman er að kaupa fallega danska muni, eins og postulín frá Royal Copenhagen eða silfurslegið djásn frá Georg Jensen.

Kaupmannahöfn

Danmörk
Fólksfjöldi: 1.320.000 (2019)Svæði: 88 km²Samgöngur: Metro er án nokkurs vafa fljótlegasti ferðamátinn um borgina, en S-lestin fyllir í skörð ókláraðs leiðarkerfis Metro-lestanna. Á öðru hverju götuhorni býður svo leigubíll, ef þér liggur á. Þeir eru dýrari, en öruggir og fljótlegir.Gjaldmiðill: Dönsk krónaSpennandi hverfi: Indre by - Vesterbro - Nørrebro - Østerbro - Frederiksberg

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!