Lífstílsblogg og tímarit eiga sér nýtt eftirlæti: hygge. Þessi danska dægrastytting hefur svo sannarlega náð athygli heimsbyggðarinnar og fylgir því eftir í að iðka notalegheit og góðar stundir með ljúffengum mat, kertaljósum og góðu spjalli milli vina. Allir eru að leitast við að eiga sína eigin útgáfu því hygge er eins og elixír gegn önnum nútímans. Slakaðu á, þú átt eftir að geta haft það huggulegt alls staðar í Köben sem og farið á listasöfn og skoðað sniðuga byggingarlist sem blandar saman hinu nýja og gamla.
Fyrir þá sem eru í leit að hefðbundnari afþreyingu þá er hægt að skoða konunglega kastala, síki og koparturna eða fara í gamla góða Tívolíið (það er frá 1843!). Lífskúnstnerar gætu haft gaman af nýju galleríunum, spennandi götumat, sundlaugum við síkin og földum börum. Er til einhver töfralausn gegn öfund út í heimamenn? Ef svo er, þá er sniðugt að pakka henni niður.