Pakkaferðir með Icelandair til Kulusuk | Icelandair
Pingdom Check
FLUG
HÓTEL
UPPLIFUN

Kulusuk- Flug, gisting, skoðunar-og bátsferðir

Innifalið í pakkanum

Icelandair logo
FLUG
Báðar leiðir
Flug GrænlandEconomy Standard
Innrituð taska 20 kg
Handfarangurstaska 6 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun
HÓTEL
GistingGisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður innifalinn
UPPLIFUN
Bátsferð frá Kulusuk – Tasiilaq og til baka

Bátsferð til Sermilik Johan Pedersen Fjord
ANNAÐ
Skattar og gjöld
Flugvallarskattar og gjöld
Verð fráVerð á mann m.v. 2 fullorðna
ISK 281.700

Pakkaferðir til Kulusuk á Austur - Grænlandi. Flug, gisting og bátsferð.

Pakkaferðir í sölu frá mars 2024 (dagsetningar sem í boða verða koma á vefinn innan skamms)

Farþegar komast í kynni við forna menningu Inúíta sem birtist meðal annars í forkunnarfögru handverki úr rostungstönn og beini.

Flogið er frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til bæjarins Kulusuk (KUS). Flugið tekur aðeins 2 klst.

Í boði eru pakkaferðir sem innihalda: Flug, gistingu á Hotel Angmagssalik með morgunverði, bátsferð sem er frá Kulusuk til Tasiilag og svo aftur tilbaka og akstur frá höfn í Tasiilag á Hótel. Skoðunarferð sem er bátsferð til Sermilik / Johan Pedersen Fjörd.

Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Sjá ferðáætlun hér að neðan.

Dagur 1Velkomin til Kulusuk

Flug frá Keflavík til Kulusuk.

Eftir lendingu á Kulusuk er hægt að byrja á því að skoða sig um á eyjunni Kulusuk áður en haldið er áfram til Tasiilaq.

Frá Kulusuk-flugvelli er 40-mínútna ganga til þorpsins Kap Dan. Slóðin liggur í gegnum jökulsorfna granítkletta og beitilyng. Snemma sumars er enn nóg af snjó. Austurströnd Grænlands er mjög frábrugðin Íslandi varðandi veður og menningu.

Evrópumenn komu fyrst á þetta afskekkta svæði fyrir um 100 árum. Inuita veiðimenningin er mjög augljós í þorpinu og sumir reiða sig enn á hundasleða og gamaldags veiðiaðferðir. Einnig hefur nútímavæðingin sest að í aðferðum þeirra við veiðar á svæðinu. Mikil hefð ríkir enn við handavinnu úr hinum  ýmsu beinum. 

Bátsferð frá Kulusuk til Tasiilaq tekur um 45 mínútur.  Akstur frá höfn í Tasiilag á hótel.

Gist er í Hotel Angmagssalik í tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi og morgunverðurinn er innifalinn.

Hótel Angmagssalik er einföld gisting sem þekkt er fyrir góða staðsetningu með stórkostlegu útsýni yfir bæinn Tasiilaq, hafið, ísjakana og fallegt fjallalandslag.


Dagur 2Skoðunarferð: Bátsferð til Sermilik / Johan Pedersen Fjord

Morgunverður á hótelinu.

Skoðunarferð: Bátsferð til Sermilik / Johan Pedersen Fjord

Mæting: Tasiilaq harbour kl. 8:00. Ferðin tekur u.þ.b. 7 – 8 klst.

• Hádegisverður og drykkir innifaldir (kaffi og gosdrykkir)

• Mælum með að þið hafið hlý föt meðferðis. Í bátnum er hægt að fá lánaða ábreiðu ef þörf þykir.

Ferðin mun færa okkur að jaðri hins óendanlega Grænlandsjökuls.

Bátsferðin byrjar frá Tasiilaq höfninni og siglum við fyrst um suðurhluta Ammassalik eyjunnar, en síðan höldum við áfram inn í Sermilik (Ísfjörð). Siglt verður um risa ísjaka sem er þvílík upplifun.

Næst komum við að yfirgefnu þorpi Ikkatteq. Þar er hægt að skoða gömlu kirkjuna og skólann auk þess að njóta fallegs útsýnis ofan af hæðinni.

Við höldum áfram í norðurátt til Johann Pedersens fjarðar, sem er næsti viðkomustaður. Landslagið er töfrandi með ísjaka af ýmsum stærðum og gerðum fljótandi allt í kring.

Við stoppum við skriðjökulinn þar sem gengið er frá borði og við snæðum hádegisverð og njótum útsýnis yfir jökulinn. Það gefst tími til að ganga upp á ísinn og skoða sig um.

Eftir u.þ.b. 2ja tíma stopp er siglt aftur til Tasiilaq.


Dagur 3Frjáls dagur

Morgunverður á hótelinu.

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum.

Tasiilaq er stærsti bær á Austur Grænlandi. Á austur-grænlensku þýðir Tasiilaq “Eitthvað sem líkist stöðuvatni”.

Í Tasiilaq eru um 1500 íbúar og þar með stærsti bær á Ammassalik svæðinu. Tasiilaq bær liggur rétt sunnan við norður-heimskautsbaug og á sumrin eru dagarnir langir og bjartir, en norðurljósin ráða ríkjum á veturna.

Tasiilaq ber enn merki upphaflegrar menningar og lífskjara. Íbúar lifa einkum af veiðum og þjónustu. Rúm hundrað ár eru frá því að fyrstu Evrópumennirnir komu á svæðið, byggðu hús og stofnuðu þorpið.


Dagur 4 (þú getur lengt ferðina)Heimferðardagur - Frjáls dagur

Frjálsdagur fram að brottför/Heimferð - þriggja nátta pakkaferð

Morgunverður á hótelinu

Heimferðardagur – Þriggja nátta pakkaferð.

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum fram að brottför hjá þeim farþegum sem bókuðu 3ja nátta pakkaferðina. Útskráning af hóteli er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur á hótelinu. Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli.

Frjáls dagur – Fjögurra nátta pakkaferð

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum.


Síðasti dagurinnHeimferðardagur

Heimferðardagur fjögurra nátta pakkaferð

Morgunverður á hótelinu.

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum fram að brottför hjá þeim farþegum sem bókuðu 4ja nátta pakkaferðina.

Útskráning af hóteli er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur í hótelinu.

Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli.

fráISK 281.700 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu