Flug til Amsterdam, ódýrt flug til Hollands | Icelandair
Pingdom Check

Handan við hornið í Amsterdam

Þó gestsaugað sé vissulega glöggt, og sjái fegurðina í því sem endurtekning hefur gert að gráum hversdegi í augum heimamanna, situr ferðalangurinn samt fastur á yfirborðinu. Hann þarf trausta hjálparhönd heimamanns til að rata á ýmislegt forvitnilegt sem er kannski rétt handan við hornið.

Við fengum góð ráð hjá heimamönnum í borg síkjanna. 

Uppgötvaðu Amsterdam í myndskeiðunum hér fyrir neðan.

Bátsferð um síkin

Er hægt að hugsa sér betri leið til að kynnast töfrum Amsterdam en bátsferð um þessi breiðu og glæsilegu síki?

Síkin - séreinkenni hollenskra borga

Þegar Holland berst í tal, koma ákveðnar myndir upp í hugann. Margir tengja hugmyndina um Holland við vindmyllur, tréklossa og glæsileg síki. Og það eru síkin sem gefa hollenskum borgum sinn einkennandi svip. Mun meira fer fyrir þeim í Amsterdam nútímans en tréklossum og mylluspöðum!

Hollenska orðið yfir síki er gracht, þess vegna heita þau gjarnan nöfnum á borð við Heerengracht og Prinsengracht. Hvernig heldur þú að heitin séu borin fram með hollenskum framburði?

Listasafnið Jaski

Listasafnið Jaski er staðsett í grennd við tvö af þekktustu söfnum Amsterdam, Rijksmuseum og Van Gogh safnið. 

Hér er þó ekki lögð áhersla á varðveislu hefðarinnar, heldur frekar á að brjóta gegn henni. Safnið hýsir nútímalist af öllu tagi og eigendurnir leitast við að koma gestum sínum á óvart og víkka út hugmyndir um hvað getur talist vera list.

Museumplein

Museumplein, eða torg safnanna, er almenningsreitur í hjarta borgarinnar og eins og nafnið gefur til kynna er hann umkringdur söfnum.

Rikjsmuseum er ríkissafn Hollands á sviði lista, og sýningar þess spanna allt frá listsköpun miðalda til nútímalistar. Hér eru verk eftir marga heimsþekkta málara, þar á meðal Rembrandt og Vermeer.

Stedelijk er helsta nútímalistasafn borgarinnar. Hér má finna verk frá 20. og 21. öld eftir listamenn á borð við Vincent van Gogh, Marc Chagall og Jackson Pollock.

Á Van Gogh safninu er til sýnis einstakt safn málverka, teikninga og bréfa listamannsins. Hvergi fyrirfinnst stærra safn verka eftir þennan mikla brautryðjanda. 

Margbreytileg menning

Ferðalangurinn þarf ekki að ganga langt út af aðallestarstöðinni við höfnina í miðborg Amsterdam, áður en hann fer að finna fyrir sögulegum anda staðarins. Gullöld hollendinga, sautjánda öldin, lifir góðu lífi í byggingarstíl og skipulagi miðborgarinnar, með sín háu, mjóu hús og breiðu síki.

En menningarlíf borgarinnar er afar fjölbreytilegt og einskorðast ekki við forna frægð. Á hinum fjölmörgu tónleikastöðum borgarinnar má heyra marga færustu tónlistarmenn Evrópu leika jazz, raftónlist, klassík, rokk og ótal margt fleira. Þá er um að gera að líta við á hefðbundinni hollenskri krá, hinum svonefndu bruin cafés, og skoða mannlífið í kringum síkin, slást svo í hóp með heimamönnum á gönguferð um Vondelpark í hjarta borgarinnar.

Þeim sem vilja kynnast hollenskri matargerð er bent á veitingastaðinn Haesje Claes, þar sem lagt er upp með hefðbundnar hollenskar máltíðir og hreinræktað hollenskt andrúmsloft. Svo er ekki úr vegi að líta við á Albert Cuypmarkt götumarkaðinum, versla og kannski bragða á hrárri síld og öðru hollensku góðgæti!

Frietjes met mayo og Foodhallen

Vlaamse frieten eru kannski það besta við Amsterdam. Heitar, stökkar franskar sem eru þaktar mæjónesi. Njóttu þeirra með ísköldum biertje einu af fjölmörgum útikaffihúsunum, kannaðu mannlífið og fylgstu með lífinu við síkin, þar sem hver einasta stund veitir nánast nýja og menningarlega upplifun. Kíktu við í Foodhallen sem er staðsett í enduruppgerðri sporvagnastöð og smakkaðu á bitterballen (bragðgóð, lítil króketta fyllt með kjöti) bara út af nafninu. Markaðirnir eru einnig með sérstakt aðdráttarafl: Hollendingar þekkja góðan ost bara við að horfa á hann og það eru bæir í Hollandi sem eru frægir fyrir þá (hæ, Gouda og Edam!). Þú átt eftir að elska eða hata hráu síldina sem er margrómuð í Hollandi. Það sem er kannski það óvæntasta í matarmenningu Hollendinga er líklega rijsttafel (indónesískt tapas), sem á rætur sínar að rekja til nýlendutímabils Hollands.

Markaðsráp

Amsterdam var hluti af einu mesta viðskiptaveldi heimsins og í dag er borgin góður staður fyrir verslanaleiðangur. Sérstök skringilegheit er að finna í Götunum níu eða 9 Straatjes, sem er hverfi stútfullt af margvíslegum sérverslunum. 

Amsterdam er líka paradís fyrir alla sem hafa gaman af því að slæpast á útimörkuðum. Waterlooplein Markt er flóamarkaður sem toppar alla aðra flóamarkaði og í Amsterdam eru einnig markaðir sem eru tileinkaðir antíkmunum, list og gömlum bókum. Albert Cuypmarkt er suðupottur krydda og litadýrðar frá mismunandi menningarheimum. Búðu þig undir að einstök blómaangan leiki við vitin á Bloemenmarkt, hinum skemmtilega blómamarkaði. Við getum auðvitað ekki skrifað um Amsterdam án þess að minnast á túlípana og blóm!

Amsterdam

Holland
Fólksfjöldi: 851.000 (2017)Svæði: 219,3 km²Samgöngur: Gríptu hjól og kannaðu nágrennið – eða festu kaup á ferðakorti í almenningssamgöngur (OV-chipkaart), sem þú getur notað í sporvögnum, strætisvögnum og neðanjarðarlestum.Gjaldmiðill: EvraSpennandi hverfi: De Wallen - Oosterdok - De Pijp - Amsterdam-Noord - Westerpark

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!