Ódýr flug til Berlínar (BER) | Icelandair
Pingdom Check

Berlín er handan við hornið

Berlín er allt annað en einsleit borg – andlit hennar eru ótalmörg. Hvar á maður að byrja í þessum kraumandi potti fjölmenningarinnar? Við fengum heimamenn til þess að koma okkar á sporið.

Uppgötvaðu Berlín í myndskeiðunum hér fyrir neðan.

Brugg hjá Brlo

Að sjálfsögðu brugga Berlínarbúar nýstárlega bjóra. Við litum við hjá einu slíku brugghúsi sem gengur undir því þjála nafni Brlo! 

Bjórinn er bruggaður á staðnum og Brlo heldur úti bæði veitingastað og fyrsta flokks Biergarten, þar sem gestir geta smakkað á veigunum.

Kreuzberg

Brlo brugghúsið er staðsett í hverfinu Kreuzberg, sem er rómað fyrir litríkt lista- og menningarlíf. Í Kreuzberg er kjörið að heimsækja flóamarkaðina og blanda geði við innfædda, bragða á currywurst eða kebab, panta sér kaffi af öllum gerðum sem hægt er að ímynda sér, og líta við á söfnum um sögu og menningu borgarinnar.

Baðstaðurinn Badeschiffen

Hvernig hljómar slökun í fljótandi sundlaug við bakka árinnar Spree, í hjarta borgarinnar?

Áin Spree

Áin Spree þræðir sig í gegnum Berlín þvera og endilanga, en áin var ein helsta forsendan fyrir því að þéttbýli myndaðist á svæðinu til að byrja með.

Ferðalag meðfram ánni, hvort sem er á báti eða á hjóli meðfram bökkum hennar, setur mann í eins konar samband við ferðalanga fyrri alda, þegar skipaferðir voru aðal samgöngumátinn og byggðin við árbakkana var það sem blasti fyrst við þeim sem áttu leið um svæðið. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að ár töldust aðal samgönguæðar Evrópu, er aðdráttarafl þeirra varanlegt. Við ána Spree er víða litríkt mannlíf og mörg helstu kennileiti borgarinnar standa við bakka hennar.

Þar sem sagan býr

Í Berlín eru ekki bara söfn sem vekja mann til umhugsunar og minnisvarðar um ofsafengna fortíð – en nóg er af þeim hér. Borgin trekkir líka að sniðuga og skapandi einstaklinga frá Evrópu allri og það er ekki ólíklegt að þú rekist utan í þekkt tónlistarfólk eða aðra áhrifavalda á götum úti. Hér úir og grúir af listamönnum og frjóu fólki. 

Margir af helstu atburðum 20. aldarinnar áttu sér að einhverju leyti stað hér: kíktu á Reichstag (þinghúsið) og Brandenborgarhliðið, kannaðu minnisvarðann um helförina og rústir Berlínarmúrsins. Veltu lífinu fyrir þér í söfnum sem varpa ljósi á erfiða tíma nýliðinna áratuga og fáðu fylli þína af fjársjóðum fornrar listar á Safnaeyju. Að því loknu skaltu hella þér í hápunkta Berlínar nútímans, hvort sem um er að ræða forvitnilega bari, neðanjarðarklúbba, lifandi götulist eða litríka markaði… sem kitla bragðlaukana.

Stór nöfn og litlir fundir

Kurfürstendamm er helsta verslunargata borgarinnar (heimamenn láta sér nægja að kalla hana Kudamm). Hún er yfir 3 km að lengd og full af búðum og verslunum. Þeir sem vilja lifa í vellystingum ættu að smeygja sér inn á Fasanenstrasse, en matgæðingar ættu ekki að láta matarsalina inn í KaDeWe-stórverslunni (Kaufhaus des Westens) fram hjá sér fara. 

Öll þessi sköpunargáfa í Berlín brýst svo út í formi lítilla, forvitnilegra verslana sem dreifa sér um alla borg – ef þú vilt komast hjá því að þramma um stóru merkjavöruverslanirnar og verslunarmiðstöðvarnar og leita frekar uppi einstaka fundi og hönnuð úr röðum heimamanna.  

Haltu í hverfi eins og Scheunenviertel, Kreuzberg og Prenzlauer Berg eða sláðu saman fjársjóðsleit á flóamörkuðum og sögukennslu á Flohmarkt am Mauerpark, flóamarkaði sem haldinn er á hverjum sunnudegi á rústum Berlínarmúrsins.

Berlín

Þýskaland
Fólksfjöldi: 3,421,829Svæði: 891.8 km²Samgöngur: Með einum og sama miðanum getur þú ferðast með S-Bahn, U-Bahn, strætisvögnum, sporvögnum og ferjum í Berlín - að því gefnu að miðinn sé enn gildur. Gakktu bara úr skugga um að kaupa miða fyrir rétt svæði.Gjaldmiðill: EvraSpennandi hverfi: Kreuzberg, Prenzlauer Berg, Friedrichshain, Scheunenviertel

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!