Kurfürstendamm er helsta verslunargata borgarinnar (heimamenn láta sér nægja að kalla hana Kudamm). Hún er yfir 3 km að lengd og full af búðum og verslunum. Þeir sem vilja lifa í vellystingum ættu að smeygja sér inn á Fasanenstrasse, en matgæðingar ættu ekki að láta matarsalina inn í KaDeWe-stórverslunni (Kaufhaus des Westens) fram hjá sér fara.
Öll þessi sköpunargáfa í Berlín brýst svo út í formi lítilla, forvitnilegra verslana sem dreifa sér um alla borg – ef þú vilt komast hjá því að þramma um stóru merkjavöruverslanirnar og verslunarmiðstöðvarnar og leita frekar uppi einstaka fundi og hönnuð úr röðum heimamanna.
Haltu í hverfi eins og Scheunenviertel, Kreuzberg og Prenzlauer Berg eða sláðu saman fjársjóðsleit á flóamörkuðum og sögukennslu á Flohmarkt am Mauerpark, flóamarkaði sem haldinn er á hverjum sunnudegi á rústum Berlínarmúrsins.