Beint flug til Billund
Vilt þú komast í frí fjarri klið stórborgarinnar, en þar sem er þó nóg við að vera fyrir unga sem aldna? Billund er kjörinn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna og ferð þangað er prýðistækifæri til að upplifa aðra hlið á Danmörku.
Nafn þessa litla bæjar á Jótlandi sker sig kannski ekkert svakalega frá öllum hinum dönsku litlu bæjunum en Billund spilar líklega stórt hlutverk í ástælustu minningunum frá barnæsku margra. Af hverju? Billund er nefnilega staðurinn þar sem Legóið varð til, árið 1932.
Icelandair býður ódýr flug reglulega til Billund þar sem fjölskyldan öll getur notið sín og leikið sér með allt það Legó sem hugurinn girnist. Í Billund ráða börnin ferðinni! Kíktu í heimsókn og gerðu börnin þín (og barnið innra með þér!) yfir sig hamingjusöm.