Flug til Chicago (ORD) | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Chicago

Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna en gerir ekki mikið mál úr stærð sinni – lífið í borginni gengur sinn vanagang í skugga digurmæltari borga eins og New York og Los Angeles. Chicago á þó fyllilega skilið sinn skerf af sviðsljósinu, ekki síst vegna kraumandi tónlistarlífs, íþrótta, lista og arkítektúrs, frábærrar matargerðar og skemmtilegra hátíða sem fram fara í borginni.

Icelandair býður upp á ódýr flug daglega til Chicago þar sem þú getur fundið vindinn í hárinu í borg vindanna.

Chicago

Bandaríkin
Fólksfjöldi: 2,7 milljónir (2016)Svæði: 606,1 km²Samgöngur: L-lestin samanstendur af þremur leiðum sem liggja um miðborgina og hverfin.Gjaldmiðill: BandaríkjadalurSpennandi hverfi: Bucktown/Wicker Park - Streeterville - Gold Coast/Old Town - River North - Ukrainian Village

Lystigarðar, listir og lofthæð

Það er alltaf gott tækifæri til að njóta frítímans við vatnsbakka Lake Michigan og Navy Pier er kennileiti sem laðar að þúsundir ferðamanna til að skemmta sér í leiktækjum og til að fara á veitingastaði. Sumrinu er fagnað með látum tvisvar í viku þegar flugeldar lýsa upp himininn.

Skýjakljúfarnir teygja sig einnig í átt til stjarnanna: Willis Tower er 108 hæðir og var hæsta bygging í heiminum í 25 ár. Ef þú þorir getur þú komið við í Skydeck á 103. hæð turnsins en hafðu í huga að gólfið er úr gleri! Á jörðu niðri er hægt að dást að listinni í almenningsrýmum borgarinnar, sérstaklega í Millennium Park. Þar virðist baunin glansandi (sem opinberlega heitir Cloud Gate) vera silkimjúkur og rennisléttur skúlptúr sem allir vilja taka mynd af. Ekki stoppa þó þar, í nágrenninu er Art Institute of Chicago sem er annað stærsta listasafn í Bandaríkjunum og er þekkt fyrir safn sitt af impressjónistaverkum.

Ekki bara Chicago-pizza

Chicago er að byggja upp orðspor sem áfangastaður fyrir matgæðinga. Sælkera mun reka í rogastans yfir þeim fjölda verðlaunaðra og þekktra veitingastaða sem í borginni er ásamt öllum minni, fjölþjóðlegu matsölustöðunum. Stoppaðu við í Green City Market til að fá sýnikennslu frá einhverjum af stærstu nöfnunum í veitingageiranum eða gakktu til Wicker Park til að kanna nýja og umtalaða staði.

Borgin er þekkt fyrir sínar einstöku djúpu pizzur sem eru með þykkan og háan botn. Við höldum þó að þú gætir jafnvel fundið uppáhaldsmatinn þinn í lautarferð í Millenium Park á meðan þú hlustar á ókeypis sumartónleika. Pylsa og bjór er þó líkleg til að veita þeirri upplifun samkeppni. Sú tvenna gæti vakið jafnmikla lukku og hún gerir hjá eldheitu hafnarboltaáhangendunum sem safnast saman á hinum 100 ára gamla velli Wrigley Field.

The Magnificent Mile

Hver getur staðist svæði sem kallast Magnificent Mile? Svæðið er vinsælt og nær yfir næstum allt Michigan Avenue, allt að 13 húsaraðir frá Chicago River til Oak Street. Þar er að finna úrval af öllu: verslunarmiðstöðvar, tískuvöruverslanir, gallerí, kaffihús og veitingastaðir sem fylla borgina af lífi og sérstökum stíl. Hér eru nokkrar tölur til að aðstoða þig við að áætla kostnað ferðarinnar: 460 verslanir eru við Magnificent Mile, 275 veitingastaðir og 60 hótel. Það kallar á sannkallað verslunarbrjálæði!

Ef Magnificent Mile er of glysgjörn fyrir þinn smekk þá eru aðrir hæglátari markaðir og verslunarsvæði í borginni. Haltu beint í átt að Randolph Street Market sem minnir um margt á Portobello Market í London. Þar er hægt að fá antíkmuni, öðruvísi og notaðan fatnað en skemmtilegast er þó að fylgjast með mannlífinu þar.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!