Flug til Chicago
Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna en gerir ekki mikið mál úr stærð sinni – lífið í borginni gengur sinn vanagang í skugga digurmæltari borga eins og New York og Los Angeles. Chicago á þó fyllilega skilið sinn skerf af sviðsljósinu, ekki síst vegna kraumandi tónlistarlífs, íþrótta, lista og arkítektúrs, frábærrar matargerðar og skemmtilegra hátíða sem fram fara í borginni.
Icelandair býður upp á ódýr flug daglega til Chicago þar sem þú getur fundið vindinn í hárinu í borg vindanna.