Pingdom Check

Mannlífið í Chicago er fjölbreytt og endurspeglast það í matseld borgarinnar, enda samfélög innflytjenda sterk í borginni. Margir sérréttir eiga rætur að rekja til gömlu heimalandanna, eins og pólsk kielbasa, ítalskar pizzur sem urðu að hinni þekktu Chicago pönnupizzu, ásamt réttum frá Grikklandi, Púertó Ríkó og Austurríki.

Á sumrin eru tónleikaraðir á götum úti og í görðum sem gaman er að kíkja á. Chicago blús, djass og sálartónlist einkennir menningarlíf borgarinnar og gefur henni einstakan karakter.

Chicago er einnig þekkt fyrir fyrsta skýjakljúfinn og arkítektúrinn er stór hluti af aðdráttarafli borgarinnar. Þekkt kennileiti er Chicago Baunin – Cloud Gate – risa skúlptúr við Millennium Park sem endurspeglar einkennandi borgarlandslagið.

Hér er hægt að bóka ýmsa afþreyingu sem er í boði í Chicago og nágrenni.

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Gisting án morgunverðar

Gisting í tveggja manna herbergi
Án morgunverðar

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 102.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu