Flug til Verona með Icelandair, verð frá

Flug til Verona á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Verona (VRN)
12. jan. 2024 - 19. jan. 2024
Frá
79.655 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Verona (VRN)
20. jan. 2024 - 27. jan. 2024
Frá
104.555 kr.*
Báðar leiðir
/
Economy

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Gefðu frí um jólin: Vinnur þú 500.000 kr. gjafabréf?

Planaðu ferðalag til Verona með góðum fyrirvara

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Ferðalag til Verona

Hin sögufræga borg Verona á Norður-Ítalíu er sannkallað augnayndi. Borgin býr yfir ríkulegu safni fagurra bygginga frá fyrri öldum. Hér gefur að líta glæstar kirkjur miðalda, rómversk borgarhlið, hringleikhús frá fyrstu öld eftir Krist og forkunnarfagrar brýr frá sama tímabili sem ganga yfir ána Adige. Borgin er þar að auki vettvangur frægustu ástarsögu allra tíma, leikrits William Shakespeare um Rómeó og Júlíu.

Flug til Verona er líka kjörin aðgönguleið að frábærum skíðasvæðum í töfrandi umhverfi með aðstöðu í hæsta gæðaflokki og óviðjafnanlegu útsýni. Verðu vetrarfríinu í faðmi Alpafjallanna á Norður-Ítalíu í skíðaferð með þínum nánustu.

Kynntu þér skíðaferðir með Icelandair VITA. Heillandi svæði og frábærir gistimöguleikar.

Skíðasvæði í grennd við Verona

Þó borgarlífið sé heillandi skaltu ekki fara á mis við það sem liggur utan borgarmarkanna, en mörg bestu skíðavæði Ítalíu liggja í grennd við borgina. Þar má nefna Campiglio/Val Rendena og Val Gardena / Alpe di Siusi. Madonna di Campiglio, Pinzolo og Folgarida-Marilleva mynda 156 km af spennandi skíðabrekkum.

Val Gardena í Dólómíta fjallgarðinum er eitt stærsta samfellda skíðasvæði í Evrópu, útbúið skíðalyftum sem tengja saman nokkur stór svæði. Selva, Ortisei og Santa Cristina eru meðal þekktustu skíðaþorpum Val Gardena og þar er fjöldinn allur af skemmtilegum börum þar sem aprés-ski stemningin er allsráðandi.

Dólómites-svæðið í heild sinni býður alls upp á 360 km af bláum brekkum, 720 km af rauðum og 120 km af svörtum. Ein af vinsælustu leiðunum er Sella Ronda en hún samanstendur af brekkum sem mynda um 40 km hring. Leiðin liggur um nokkra af fallegustu stöðum á Val Gardena svæðinu og þykir hin fullkomna dagsferð.

Svo má ekki gleyma fyrirtaks veitingastöðunum og fyrsta flokks hótelum sem staðsett eru í brekkum og þorpum allt um kring.

Ríkulegur arfur fortíðar

Verona er kjörin fyrir göngu- eða hjólareiðatúra gegnum glæsileg piazza, yfir eldfornar brýr og um löng og þröng borgarstræti. Ekki gleyma að taka spássitúr um glæsilega lystigarðinn Giardiano Giusti, sem varðveitir skrúðgarðalist endurreisnarmanna sextándu aldar.

Gestir mega heldur ekki láta rómverska hringleikhúsið frá fyrstu öld eftir Krist framhjá sér fara. Hér hlýða gestir á óperur allt árið um kring undir berum himni.

Þeir sem vilja kynna sér listasöguna ættu að leggja leið sína í Castelvecchio safnið. Fjöldi málverka, forngripa og stytta er hýstur í tilkomumiklum kastala frá miðöldum. Hér mætast gamall tími og nýr því þó að byggingin hafi fornt yfirbragð utan frá séð, var hluti hennar endurbyggður eftir nýjum teikningum um miðja tuttugustu öld, eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar.

Matur og vín í Verona

Verona er ekki síður rómuð fyrir ljúffenga matseld og hágæða vín en glæsta menningarsögu. Þar má nefna svínakjötsrisotto, kartöflugnocchi, og sérrétt Veronabúa, pastissada de caval, kássu úr hrossakjöti, grænmeti, víni og ýmsum kryddum.

Þar að auki er Verona umkringd vínekrum og víngerðirnar bjóða margar hverjar upp á heimsóknir ferðalanga, og auðvitað tækifæri til að dreypa á veigunum.

Þú kemur heldur ekki að tómum kofanum í eftirréttadeildinni. Bragðaðu á steiktum fritole, rúsínubollum með flórsykri, jólakökunni pandoro og auðvitað hinni samítölsku dásemd gelato.