Flug til Glasgow allt árið | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Glasgow

Glasgow er gátt að ósnortinni náttúru Skotlands – vötnin, hálöndin, veðurbarin strandlengjan og drungalegir kastalar, þrungnir sögu. Eins heillandi og skoska sveitin er, þarftu ekki að flýta þér of mikið þangað. Það er alveg þess virði að stoppa við í Glasgow og kíkja á krárnar og söfnin eða til að ná tökum á þykka Glasgow-hreiminum.

Glasgow

Skotland
Fólksfjöldi: 1,2 milljónir (2017)Svæði: 149,9 km²Samgöngur: Almenningssamgöngur um og út úr Glasgow er stjórnað af SPT. Einnig er neðanjarðarlestarkerfi sem þjónar um 15 stöðvum.Gjaldmiðill: SterlingspundSpennandi hverfi: The West End - The Merchant City - East End - Shawlands - City Centre

Söfnin, Mackintosh og tónlist

Glasgow og Edinborg hafa löngum att kappi – hvor borg um sig hefur sinn sérstaka sjarma svo það er sniðugt að heimsækja báðar borgirnar til að móta eigið álit. Í Edinborg eru þinghúsið og Edinborgarkastali, í Glasgow finnur þú Kelvingrove, Mackintosh og svo lífleg tónlistarsena að Glasgow hefur verið útnefnd Tónlistarborg af Unesco.

Kelvingrove Art Gallery and Museum er virðulegt safn lista, sögu- og náttúrumenja (og það er ókeypis!). Charles Rennie Mackintosh var hönnuður og arkítekt sem hafði mikil áhrif á einkennandi nýstils-útlit heimaborgar sinnar. Hægt er að skoða verk eftir hann í Glasgow School of Art. Ef þú ert á höttunum eftir annars konar menningu skaltu halda til íþróttaleikvanga Glasgow og fylgjast með heimamönnum hvetja heimaliðin Celtic eða Rangers áfram af ástríðu. 

Dularfull matseld og skemmtilegir pöbbar

Hvernig væri að skora aðeins á bragðlaukana og reyna sig við hefðbundinn skoskan mat (haggis, gerðu svo vel)? Bragðaðu á áhugaverðum réttum sem bera ljóðræn nöfn, eins og cock-a-leekie-súpu, clootie og cranachan. Skosk matargerðarlist og gæði matseldar í Glasgow gætu þó komið þér skemmtilega á óvart. Margir staðir bjóða upp á rétti „beint-frá-býli“ þar sem hráefni úr héraði fær að njóta sín, eins og Angus Beef og ferskt sjávarfang. Besta svæðið til að leita uppi góðar máltíðir er West End.

Vertu viss um að nýta tímann í Glasgow vel og farðu í könnunarleiðangur um skemmtilega pöbbamenningu borgarinnar. Margir staðir bjóða upp á góðan mat (allt frá klassískum pöbbaréttum til fínni matseldar) með öllu því góða öli, örbruggi og viskíi sem gestum pöbbanna stendur til boða. Það er líka gaman að upplifa tímalausa hönnun staðanna, hitta vingjarnlega heimamenn, heyra allar lygilegu sögurnar og hlusta annað slagið á innblásna, lifandi tónlist. 

Flottir minjagripir – gamlir munir

Það kann að koma á óvart, en orðspor Glasgow þegar kemur að verslunarleiðöngrum er stórgott! Þó eru þar líka hefðbundnar túristabúðir sem selja alls kyns minjagripi (flest af því er köflótt og með sekkjapípum). Betri minjagripir væru til dæmis viskí, ullarvörur og skoskt kex eða short bread. Minjagripir sem eru sérstaklega frá Glasgow eru meðal annars mótíf byggð á hönnun Charles Rennie Mackintosh og gaman er að leita að munum í gjafavöruverslunum safnanna.

Vintage-verslanir eru vinsælar í Glasgow og þú finnur margar þeirra í og kringum Byres Road í West End. Milli þeirra eru skemmtileg lítil kaffihús, sælkeraverslanir og hönnunarbúðir. Það er nauðsynlegt að ganga niður göturnar Ruthven og Dowanside Lanes. Helsta verslunargata Glasgow er Buchanan Street og Princes Square-verslunarmiðstöðin er glæsilegur staður (frá árinu 1841) en þar er svo sannarlega hægt að halda kreditkortinu í æfingu. Ingram Street er önnur skemmtileg og góð verslunargata. 

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!