Hvernig væri að skora aðeins á bragðlaukana og reyna sig við hefðbundinn skoskan mat (haggis, gerðu svo vel)? Bragðaðu á áhugaverðum réttum sem bera ljóðræn nöfn, eins og cock-a-leekie-súpu, clootie og cranachan. Skosk matargerðarlist og gæði matseldar í Glasgow gætu þó komið þér skemmtilega á óvart. Margir staðir bjóða upp á rétti „beint-frá-býli“ þar sem hráefni úr héraði fær að njóta sín, eins og Angus Beef og ferskt sjávarfang. Besta svæðið til að leita uppi góðar máltíðir er West End.
Vertu viss um að nýta tímann í Glasgow vel og farðu í könnunarleiðangur um skemmtilega pöbbamenningu borgarinnar. Margir staðir bjóða upp á góðan mat (allt frá klassískum pöbbaréttum til fínni matseldar) með öllu því góða öli, örbruggi og viskíi sem gestum pöbbanna stendur til boða. Það er líka gaman að upplifa tímalausa hönnun staðanna, hitta vingjarnlega heimamenn, heyra allar lygilegu sögurnar og hlusta annað slagið á innblásna, lifandi tónlist.