Flug til Helsinki
Af öllum höfuðborgum norrænu þjóðanna fer líklega minnst fyrir Helsinki. Ekki láta þessa hljóðlátu borg fram hjá þér fara, hún á eftir að ná til margra vegna skemmtilegra skringilegheita, gufubaða og áhugaverðra staða. Þar er líka framúrskarandi hönnun í bland við fallega náttúru rétt handan borgarmarkanna.
Icelandair býður ódýr flug daglega til Helsinki, allan ársins hring. Í Finnlandi er ljúft að draga andann djúpt og njóta þess sem koma skal – allt frá löngum sumardögum í ferðalagi um Þúsundvatnalandið eða í vetrarheimsókn í þorp finnska jólasveinsins.