Ódýr flug og miðar til Ísafjarðar | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Ísafjarðar

Flugtíminn frá Reykjavík er aðeins 40 mínútur. Á Ísafirði við Djúp er mikil náttúrufegurð og hér er tilvalið að stunda hvers kyns útiveru innan um fjöll og firði.

Þar sem allt innanlandsflug fer frá Reykjavíkurflugvelli þurfa þeir farþegar sem fljúga með Icelandair frá Evrópu eða Norður-Ameríku til Ísafjarðar, að ferðast frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar.

Skoðaðu einnig pakkaferðirnar okkar þar sem við bjóðum upp á pakka á sérstöku verði.

Ísafjörður

Ísland
Fólksfjöldi: 2,736Svæði: 23 km²Samgöngur: Frá flugvellinum er um 4 km gangur inn í Ísafjarðarbæ (um 45 mín) eða um 4 mín keyrsla.Gjaldmiðill: -

Viðurkenning frá Lonely Planet

Í október 2021 gaf Lonely Planet út árlega úttekt sína á þeim löndum, borgum og svæðum sem þau mæla með að ferðalangar heimsæki á komandi ári: Best in Travel 2022. Þar lenda Vestfirðir efst á blaði, þegar kemur að áhugaverðum svæðum til að heimsækja!

Eflaust munu ófáir ævintýragjarnir ferðalangar fylgja ráðum Lonely Planet og heimsækja Dynjanda, Látrabjarg og Hornstrandir næsta sumar.

Útvist og veitingar

Ísafjörður er sannkölluð útivistarparadís og því kjörið að skella sér vestur og brjótast aðeins út fyrir þægindarammann. Fjölmargar gönguleiðir standa ferðalöngum til boða. Hornstrandir hljóta að vera ofarlega á blaði náttúruunnenda en huggulegar gönguleiðir má einnig finna í grennd við Ísafjarðarbæ, t.a.m. nýtur gangan upp í Naustahvilft mikilla vinsælda.

Svo er um að gera að hafa það huggulegt í faðmi vestfirskra fjalla, til dæmis með mat og drykk á hinu rómaða Tjöruhúsi. Á ferðamannavef Vestfjarða má finna upplýsingar um veitingahús á Ísafirði og í nágrenni.

Skíðavikan og aðrir viðburðir

Skíðavikan er fastur liður í menningarlífi Ísafjarðar og hefur verið frá því að fyrst var efnt til skíðamóts árið 1935. Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður er sömuleiðis árviss viðburður sem enginn rokktónlistaráhugamaður með sjálfsvirðingu lætur framhjá sér fara. Svo má ekki gleyma bæjarhátíðunum í nágrenninum, en þar má nefna Mýrarboltann í Bolungarvík og Dýrafjarðardaga.

Hvenær verður þú á Vestfjörðum? Kynntu þér viðburðadagatalið.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!