Flug til Orlando, ódýrt flug til Orlando í hjarta Florida, USA | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Orlando

Orlando er þungamiðja sólríkra þemagarða og virkar líkt og segull á fjölskyldur í sumarfríshugleiðingum um allan heim. Efst á óskalistanum eru líklega hinn risastóri Disney World og Universal Studio. Eftir ferðir þangað eiga börnin þín (og jafnvel þitt innra barn) eftir að ljóma af gleði!

Icelandair býður ódýr og tíð flug til Orlando þar sem hægt að er heimsækja Mikka mús að degi til og á kvöldin er hægt að njóta kvöldhitans í Flórída. Ef þú vilt skoða eitthvað meira meira þá hefur Flórída svo margt annað að bjóða en bara þemagarða, eins og ævintýralegar strendur, krókódíla og votlendi. 

Orlando

Bandaríkin
Fólksfjöldi: 2,3 milljónir (2016)Svæði: 286,7 km²Samgöngur: Þú getur farið um alla Orlando-borg með LYNX samgöngukerfinu.Gjaldmiðill: BandaríkjadalurSpennandi hverfi: Disney/Lake Buena Vista - Convention Area - Restaurant Row - Winter Park

Drífðu þig í garðana!

Hvar á að byrja? Líklega í Walt Disney World en með þessum fræga garði hófust yfirráð Orlando sem drottnari fjölskyldufría. Inni í þessum risastóra „heimi“ eru fjórir þemagarðar (Magic Kingdom, Epcot, Animal Kingdom og Hollywood Studios), tveir vatnagarðar, golfvellir, fjöldi hótela, veitingastaðir, verslunarmiðstöðvar og ótrúlegt magn af afþreyingu. Að auki má sjá á þeim Mikka, Mínu, Andrési og Gúffa ásamt þeim fjölda brosa sem fram koma í garðinum sjálfum, að þetta er einn hamingjusamasti staður á jörðinni.

Á stórborgarsvæði Orlando er líka hinn stórkostlegi Universal Orlando Resort, þar sem finna má Universal Studios, Wizarding World of Harry Potter og nýja Volcano Bay-vatnagarðnn. Þar er ennfremur SeaWorld, Legoland, Kennedy Space Center og Gatorland, sem er „krókódílahöfuðborg heimsins“. Eruð þið ekki til í þetta allt saman? 

Líf utan garðanna: Restaurant Row

Í þemagörðunum eru fjölmargir matsölustaðir sem bjóða mat sem henta öllum aldurshópum og á öllum verðum. Andstætt því sem margir halda, þá er Orlando meira en bara þyrping þemagarða. Í bænum sjálfum eru fallegir garðar, gallerí og söfn og frábært úrval veitingastaða. Best er að byrja á „Restaurant Row“, margrómuðu svæði við Sand Lake Road nálægt Universal- og Disney-samstæðunum í hverfi sem kallast Doctor Phillips. Sumir af bestu veitingastöðum landsins hafa einnig opnað veitingastaði hér vegna eftirspurnar og því er sniðugt að panta borð með fyrirvara.

Það er einnig gaman að fara út að borða og fá sér drykk í hinu sögulega hverfi sem þekkt er undir heitinu Winter Park en það er í nokkurra kílómetra fjarlægð norðaustur af miðbæ Orlando. Við Park Avenue er svo enn meira úrval af verslunum, veitingastöðum og kaffihúsum.

Verslunarmiðstöðvar

Það kemur þér líklega ekki á óvart að í þemagörðunum eru einnig fjölmargar verslanir þar sem varningur merktur Disney og kvikmyndum er til sölu í massavís. Stórborgarsvæði Orlando er einnig vinsælt meðal fólks í verslunarleiðöngrum eða í leit að útsöluvörum. Rjómann af verslunum er að finna í Florida Mall en þetta er verslunarmiðstöð undir berum himni sem er ekki langt frá flugvellinum. Tölurnar eru magnaðar: 15,7 hektara svæði, 20 milljón heimsóknir á hverju ári og 250 verslanir og veitingastaðir. Verslunarmiðstöðin við Millenia er minni (bara 150 verslanir... bara!) og hún er meira með lúxusvörumerki eins og Chanel og Gucci. Þú mátt búast við að tæma veskið!

Ef þú ert að leita að góðum kaupum er mikill fjöldi af útsölustöðum sem hægt er að kíkja á. Þetta eru vörumerki sem framleitt var of mikið af, árstíðabundnar vörur eða vörur sem lækkaðar voru í verði vegna smá útlitsgalla. 

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!