Fljúgðu beint til Prag með Icelandair
Langar þig að hverfa á vit ævintýra í Mið-Evrópu og vafra um hellulögð stræti og töfrandi miðaldabyggingar? Hér er líkt og tíminn hafi staðið í stað, fornir kastalar og torg hafa óteljandi sögur að segja, og mögulega heyrir þú eina slíka á einni af þeim fjölmörgu krám eða kaffihúsum sem Prag býður upp á.
Bókaðu beint flug til Prag með Icelandair, þessarar ótrúlegu borgar sem engan svíkur. Prag er tilvalinn áfangastaður fyrir borgarferð, enda með fegurri og skemmtilegri borgum Evrópu.
Icelandair flýgur til Prag frá 1. júní 2023 til 5. janúar 2024.