Flug til Vancouver
Oft er talað um hina vinalegu Vancouver sem eina bestu borg í heimi til að búa í. Borgin gæti gert gesti sína græna af öfund því íbúar borgarinnar búa í svo mögnuðu umhverfi – ósnortin náttúran er í stuttri fjarlægð og borgin iðar af spennandi matargerð.
Icelandair býður ódýrt flug þrisvar í viku til Vancouver. Þú getur auðveldlega upplifað hve gott er að búa þar því strandir, skógar og fjöll eru rétt innan seilingar.