Hafnarborgin Alicante liggur að Miðjarðarhafi og tilheyrir strandlengjunni Costa Blanca, „hvítu ströndinni“. Alicante er dásamleg borg, lífleg, flest í göngufæri og ekki skemmir fyrir að þar er einnig hægt að skreppa á ströndina ef þannig liggur á manni.Í Alicante er hægt að finna afþreyingu fyrir alla aldurshópa, náttúrufegurð Miðjarðarhafsins, ríka sögu og fjölbreytilega menningu. Í nágrenni Alicante eru falleg þorp, skemmtilegir garðar, nokkrar mismunandi strendur og falleg náttúra. þar er einnig að finna úrval af verslunum, góðum veitingastöðum og mörkuðum af ýmsu tagi.
Hér má finna upplýsingar um og bóka skemmtilega afþreyingu sem er í boði í Alicante og nágrenni!
Akstur
Ekki er boðið upp á rútuferðir til og frá flugvelli til Alicante borgar en auðvelt er að taka leigubíl á milli þar sem einungis er um 10 mín akstur inn í borgina.