Borgarferðir til Barcelona með Icelandair VITA | Icelandair
Pingdom Check
FLUG
HÓTEL

Barcelona frá Akureyri

Innifalið í pakkanum

Icelandair logo
FLUG
Báðar leiðir
Flug báðar leiðirEconomy Standard
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun
HÓTEL
GistingGisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður innifalinn
ANNAÐ
Skattar og gjöld
Flugvallarskattar og gjöld
Verð fráVerð á mann m.v. 2 fullorðna
ISK 123.650

Borgarferðir til Barcelona frá Akureyri.

Frá 15. október til 30. nóvember 2023 bjóðum við upp á flug frá Akureyri og þaðan út fyrir landsteinana, með stuttri viðkomu í Keflavík. Er því ekki tilvalið að skella sér í skemmtilega borgarferð til Barcelona á þessu tímabili.

Nánari upplýsingar um flugið frá Akureyri er að finna hér.
Það falla allir fyrir Barcelona og það er auðvelt að sjá hvers vegna. Heiðblár himinn, borgarstrendur, ljúffeng paella, barir, sérkennileg list og arkitektúr sem fær þig til að brosa. Barcelona er þekkt fyrir góðan mat eins og tapas, ferskt sjávarfang og sangríur.Barcelona flíkar björtu sólskinsbrosi Miðjarðarhafsins á daginn, sveipar sig hlýju þess á kvöldin og nóttunni, iðar af mannlífi og lífsgleði, er full af list og sögu, allt frá Rómverjum til síðustu hræringa í listum. Kaffihús, krár, veitingastaðir og verslanir eru á hverju strái. Fátt jafnast á við að ganga í mannhafi Römblunnar, ramba um forn stræti Gotneska hverfisins, rölta um Born-hverfið og setjast niður á bar eða fá sér gönguferð um Barceloneta-hverfið við sjóinn, jafnvel fara á ströndina...

  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.
fráISK 123.650 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu