Pakkaferð, flug og hótel. Flogið er til og frá Billund til 25.október 2024. Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli í Billund. Hér er hægt að bóka bílaleigubíl.Flug og gisting á hótel Svanen. Í boði er að bæta við dagpassa í Legoland í bókunarferlinu.
Í Billund er nóg og um að vera fyrir unga sem aldna og þar varð "Lego-ið" til árið 1932.
Legoland, sem er sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn er í næsta nágrenni við Lalandia og þar getur öll fjölskyldan notið sín og leikið sér með allt það Legó sem hugurinn girnist. Í boði er að bæta við dagpassa í Legoland í bókunarferlinu.
Eftir Legoland - Allskonar fjör fyrir fjölskylduna.
- Skoða umhverfi víkingaaldar í smábænum Ribe á vesturströnd Jótlands, elsta bæ Danmerkur.
Verslunarleiðangur til Vejle.
Selaskoðun í þjóðgarðinum sem kenndur er við Vaðhafið.
Heimsækja dýragarðinn í Givskud.
Aðrar upplýsingar
- Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
- Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.
- Pakkaferðin inniheldur flug og hótel og í boði er að bæta við dagpassa í Legoland í bókunarferlinu.