Pakkaferð NUUK Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
FLUG
HÓTEL
UPPLIFUN

Nuuk - Flug, gisting og grænlensk matarupplifun

Innifalið í pakkanum

Icelandair logo
FLUG
Báðar leiðir
Flug GrænlandEconomy Standard
Innrituð taska 20 kg
Handfarangurstaska 6 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun
HÓTEL
GistingGisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður innifalinn
UPPLIFUN
Grænlensk matarupplifun
ANNAÐ
Skattar og gjöld
Flugvallarskattar og gjöld
Verð fráVerð á mann m.v. 2 fullorðna
ISK 203.900

Pakkaferðir til Nuuk sem oft er nefnd litríkasta borg norðurskautsins. Flug, gisting og grænlensk matarupplifun.

Pakkaferðir í sölu frá mars 2024 (dagsetningar sem í boði verða koma á vefinn innan skamms)

Flogið er frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til NUUK (GOH). Flugið tekur 3 klst. og 45 mín.

Ferðin inniheldur, flug, gistingu á Inuk Hostels með morgunverði og grænlenska matarupplifun. Inuk Hostels býður upp á 4 smáhýsi. Þrjú af þeim eru með fjögur rúm og eitt af þeim með tvö rúm. Hvert smáhýsi er með sameiginlegt eldhús, setustofu og salerni.

Innifalið er matarupplifun þar sem smakkað verður á grænlenskri matvöru. Café Inuk mun bjóða upp á árstíðarbundna grænlenska sérrétti úr villibráð (hreindýrakjöt) eða lambakjöt af suðurgrænlensku sauðfé og fisk. Látum koma okkur á óvart!

Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Sjá ferðáætlun hér að neðan.

Dagur 1Velkomin til Nuuk

Flug frá Keflavík til NUUK.

Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli (leigubílar fyrir utan flugstöð)

Gisting: Inuk Hostels. Morgunverður innifalinn alla daga.

Gist er í Inuk Hostel í tveggja til fjögurra herbergja húsum. Hvert hús er með baðherbergi sem er sameignilegt fyrir öll herbergi í húsinu og eldhús sem einnig er sameiginlegt (eldhúsborð og stólar, ískápur, kaffivél, teketill)

Inuk Hostel er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Nuuk flugvellinum og gönguferð í miðbæinn tekur um 20 mínútur. Öll húsin eru með frábæru útsýni yfir fjörðinn og fjöllin í kring.

Frábært útsýni er frá vetingastaðnum og þar má fylgjast með hvölum og selum synda í sjónum ásamt einstöku fuglalífi. Besta útsýni sem þú getur fengið!


Dagur 2Grænlensk matarupplifun Inuk Cafe

Morgunverður á Inuk Hostel

Þennan dag er boðið upp á Grænlenska matarupplifun þar sem smakkað verður á grænlenskri matvöru. Þessi matarupplifun fer fram á Café Inuk - Inuk Hostel.

Hostelið sjálft Inuk skipuleggur þennan viðburð og kemur til með að upplýsa farþega um tímasetningu.

Café Inuk biður upp á árstíðabundna grænlenska sérrétti úr villibráð (hreindýrakjöt), eða lambakjöt af suður-grænlensku sauðfé og fisk. Látum koma okkur á óvart!


Dagur 3Frjáls dagur

Frjáls dagur

Morgunverður á Inuk Hostel.

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum.

Á sumrin og fram á haustið er hægt a taka þátt í skoðunarferðum, meðal annars er boðið upp á hvala- eða lundaskoðunarferðir, auk annarra bátsferða eins og til Qoorn

Nuuk er hið grænlenska heiti á höfuðstað Grænlands sem á dönsku nefnist Godthåb og var áður fyrr stundum nefndur Góðvon á íslensku.

Það var Hans Egede trúboðinn sem stofnaði Godthåb sem trúboðsstöð og verslunaraðsetur í umboði Danakonungs árið 1728. Hið opinbera nafn bæjarins, Nuuk, er frá því að Grænland öðlaðist heimastjórn árið 1979. Nuuk þýðir „tangi“ á grænlensku. Nuuk er hluti af sveitarfélaginu Sermersooq og íbúafjöldi er um 18.000 (2019).

Nuuk stendur við Davissund á suðvesturströnd Grænlands, á tanga á milli tveggja fjarað sem skerast djúpt inn í landið. Það má segja að bærinn skiptist í tvennt, annars vegar í gamla bæjarhluta sem nefndur er "Kolonihavnen" og eru þar aðallega byggingar frá 18. og 19. öld og hins vegar í nýrri hluta með nútímalegum fjölbylishúsum og arhítektur síðari hluta 20. aldar.

Í miðbænum eru hugguleg kaffihús og veitingastaðir, bíó, verslunarmistöð og hótel. Náttúrufegurðin er engu lík. Til að fá sem besta útsýni er mælt með að fara upp í útsýnisturninn í gömlu höfninni.


Dagur 4 (þú getur lengt ferðina)Heimferðardagur - Frjáls dagur

Frjálsdagur/Heimferð - þriggja nátta pakkaferð

Morgunverður á hostelinu

Heimferðardagur – Þriggja nátta pakkaferð.

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum fram að brottför hjá þeim farþegum sem bókuðu 3ja nátta pakkaferðina. Útskráning af hostelinu er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur á hostelinu. Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli.

Frjáls dagur – Fjögurra nátta pakkaferð

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum.


Síðasti dagurinnHeimferðardagur

Heimferðardagur fjögurra nátta pakkaferð

Morgunverður á hostelinu.

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum fram að brottför hjá þeim farþegum sem bókuðu 4ja nátta pakkaferðina

Útskráning af hosteli er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur í hostelinu.

Farþegar koma sér sjálfir út á flugvöll.

fráISK 203.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu