Pakkaferð NUUK Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
FLUG
HÓTEL
UPPLIFUN

Nuuk - Flug, gisting og grænlensk matarupplifun

Innifalið í pakkanum

Verð fráVerð á mann m.v. 2 fullorðna
ISK 203.900

Pakkaferðir til Nuuk sem oft er nefnd litríkasta borg norðurskautsins. Flug, gisting og grænlensk matarupplifun.

Pakkaferðir í sölu frá mars 2024 (dagsetningar sem í boði verða koma á vefinn innan skamms)

Flogið er frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til NUUK (GOH). Flugið tekur 3 klst. og 45 mín.

Ferðin inniheldur, flug, gistingu á Inuk Hostels með morgunverði og grænlenska matarupplifun. Inuk Hostels býður upp á 4 smáhýsi. Þrjú af þeim eru með fjögur rúm og eitt af þeim með tvö rúm. Hvert smáhýsi er með sameiginlegt eldhús, setustofu og salerni.

Innifalið er matarupplifun þar sem smakkað verður á grænlenskri matvöru. Café Inuk mun bjóða upp á árstíðarbundna grænlenska sérrétti úr villibráð (hreindýrakjöt) eða lambakjöt af suðurgrænlensku sauðfé og fisk. Látum koma okkur á óvart!

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.

  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Sjá ferðáætlun hér að neðan.

fráISK 203.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu