Borgarferðir til Parísar frá Akureyri.
Frá 15. október til 30. nóvember 2023 bjóðum við upp á flug frá Akureyri og þaðan út fyrir landsteinana, með stuttri viðkomu í Keflavík. Er því ekki tilvalið að skella sér í skemmtilega borgarferð til Parísar á þessu tímabili.
Nánari upplýsingar um flugið frá Akureyri er að finna hér.
París á sér margar hliðar enda þekkt fyrir hverfin sín 20 og einstakt mannlífið í hverju þeirra. Hvort sem þú ert á leið í verslunarleiðangur á Champs Elysées, ganga í fótspor listamanna í Montmartre eða kanna þekktustu kennileitin á borð við Frúarkirkjuna, Eiffelturninn og Sigurbogann, þá verður enginn svikinn af þessari mögnuðu borg.
Það er tilvalið að fara í stuttar dagsferðir frá París. Í nágrenni borgarinnar er Versalahöllin og Loire-dalurinn, en þar er að finna stórglæsilegar hallir sem áður voru sumarhús frönsku hirðarinnar. Euro Disney er einnig í stuttri fjarlægð sem gaman er að heimsækja með fjölskyldunni.