Pakkaferð með Icelandair til Ísafjarðar á skíðagöngunámskeið | Icelandair
Pingdom Check
FLUG
HÓTEL
UPPLIFUN

Fyrir alla - Skíðagöngunámskeið á Ísafirði

Innifalið í pakkanum

Icelandair logo
FLUG
Báðar leiðir
Flug báðar leiðir innanlandsEconomy Standard
Innrituð taska 20kg
Handfarangurstaska 6kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun
HÓTEL
Gisting í tveggja manna herbergiÞrjár nætur á huggulegu hóteli
hotel Created with Sketch. Morgunverðir, hádegis- og kvöldverðir
ANNAÐ
NámskeiðÆfingar, brautargjald og rútuferðir
Skíðagöngunámskeið

Skattar og gjöld
Flugvallarskattar og gjöld
Verð fráVerð á mann m.v. 2 fullorðna
ISK 130.300

Ísafjörður er skíðagöngubærinn

Skíðaganga nýtur vaxandi vinsælda og í dag má segja að íþróttin sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga.

Ísafjörður er skíðagöngubærinn og ekkert er betra en að koma vestur til að læra á gönguskíði eða taka næstu skref.

Skíðagöngunámskeiðin eru í boði á völdum dagsetningum frá fimmtudegi til sunnudags og er fyrir alla.

Á þeim tíma tökum við 5-6 tækni og úthaldsæfingar, förum yfir umhirðu skíða og hvernig er að standa á ráslínunni í Fossavatnsgöngunni svo fátt eitt sé nefnt. Námskeiðin eru getuskipt og taka mið af markmiðum þátttakenda. Einhverjir eru að undirbúa sig fyrir að setja á sig númer og standa á ráslínunni á meðan aðrir ætla að taka því rólega. Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í tæp 20 ár og státa af frábærum þjálfurum með reynslu og metnað. Kennt er á skíðagöngusvæðum Ísfirðinga; Seljalandsdal og Tunguskógi. Við teljum Seljalandsdal besta gönguskíðasvæði á landinu þó við séum örlítið hlutræg.

Námskeiðin hefjast á fimmtudagskvöldi og eru búin á hádegi á sunnudegi.

Dagsetningar í boði: 29.febrúar - 3.mars og 11.-14.apríl

Innifalið í pakkaferðinni:

Flug báðar leiðir, skattar og gjöld, innrituð taska (20kg), innrituð skíði, handfarangur (6kg) og námsskeiðspakkinn.

Innifalið í námskeiðspakkanum:

Gisting í þrjár nætur á Hótel Ísafirði ásamt morgunverðarhlaðborði.Tveir hádegisverðir, þrír kvöldverðir, fimm til sex æfingar, brautargjald og rúta á æfingar, og til og frá flugvelli.

Gististaðir

Hótel Ísafjörður
Hótel Ísafjörður samanstendur af fjórum gististöðum sem allir eru staðsettir nálægt miðbæ Ísafjarðar. Ef þú ert að leita að notalegum og þægilegum dvalarstað á Vestfjörðum, þá skaltu taka stefnuna á Ísafjörð. Ísafjörður Hótels býður uppá fimm ólíka gististaði sem dreifðir eru um hjarta bæjarins. Í þessari ferð er gist á Hótel Torg sem er staðsett miðsvæðis á Ísafirði, á Silfurtorgi, og býður upp á veitingastað og bar og víðáttumikið útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll. Nútímaleg, björt og fallega innréttuð herbergi með útsýni yfir Pollinn eða út yfir Ísafjarðardjúp og Snæfjallaströnd. Standard herbergin eru rúmgóð, björt og fallega innréttuð með útsýni yfir Pollinn eða út yfir Ísafjarðardjúp og Snæfjallaströnd. Öll herbergin hafa sér baðherbergi með sturtu, hárþurrkur, sjónvarp og síma. Hótelið er reyklaust.
fráISK 130.300 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu