Pingdom Check


Sigling með Celebrity Solstice


Frá Ástralíu til Hawaii. 
3. - 30.april 2025

Fararstjóri: 

Dubai- Arabísku Furstadæmunum, Sydney - Ástralíu, Lifou- Loyalty Island, Mystery eyja-Vanuatu, Lutoka og Suva-Fiji, Apia-Samoa – Dagalínan – Pago Pago, Ameríska Samóa, Kailua kona og Honolulu, Hawaii – Seattle, Bandaríkjunum.

Flugið 

FlugnúmerDagsFlugvöllurBrottförFlugvöllur Lending
FI3063.aprilKeflavík07:35Stokkhólmur 12:45
EK1583.aprilStokkhólmur 15:25Dubai00:05+1
EK4145.aprilDubai01:50Sydney22:25
AS88828.aprilHonolulu11:40Seattle20:36
FI68029.aprilSeattle15:50Keflavík 06:15+1

sydney_harbour.jpg

Stutt ferðalýsing
 Ferðin hefst 3. apríl þegar flogið er af stað í morgunflugi Icelandair til Stokkhólms þar sem er örstutt stopp og flogið áfram til Dubai með Emirates. Gist eina nótt í Dubai og síðan haldið áfram til Sydney í Ástralíu, lent í Sydney um kvöld 5. apríl. Eftir að hafa verið fjórar nætur fyrir siglinguna. Síðan er siglt af stað norður Kyrrahafið og komið við á sex eyjum áður en komið er til Hawaii. Komið er til Kailua Kona og síðan til Honolulu og þar eru þrjár nætur áður en flogið er heim á leið með einni nóttu í Seattle. Lending í Keflavík að morgni 30. apríl.  

Siglingaleiðin.

DagsÁfangastaður KomaBrottför
9.aprilSydney, Ástralíu 18:45
10. aprilÁ siglingu  
11.aprilÁ siglingu  
12. aprilLifou,Loyalty eyja10:0020:00
13.aprilMystery eyja, Vanatu08:0018.00
14. april Á siglingu  
15.april Lautoka, Fiji eyjum08:0018:00
16. april Suva, Fiji eyjum07:0018:00
17.aprilÁ siglingu  
18.april Apia, Samoa eyjum07:0017:00
18.aprilDagalínan  
18.april Pago Pago, Bandarísku Samoa eyju08:0018:00
19.april Á siglingu  
20.aprilÁ siglingu  
21.aprilÁ siglingu  
22.aprilÁ siglingu  
23.aprilÁ siglingu  
24.aprilKailua Kona, Hawaii 07:0020:00
25.aprilHonolulu, Hawaii07:00 

dubai1.jpg

Fimmtudagur 3. apríl  Keflavík – Stokkhólmur – Dubai.
Flogið í morgunflugi með Icelandair  til Stokkhólms kl. 07:35 og lending þar kl. 12:45 haldið áfram til Dubai með Emerates kl. 15:25 og lending í Dubai um miðnætti. Ekið beint á hótel, Dubai City - Radisson Blu Hotel, Dubai Canal View. þar sem gist er eina nótt.

Dubai_almennt

Dubai.
 Þeir sem sækja Dubai og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin heim heillast gjarnan af landslaginu, sögu svæðisins og öllu því sem löndin hafa að bjóða, en svæðið verður sífellt vinsælla meðal ferðamanna sem sækja í lúxus. Þar er fjölmargt að skoða, hvort heldur þú vilt kafa niður að kóralrifunum við Sharm El Sheikh í Egyptalandi eða stinga þér í Mall of Emirates verslunarmiðstöðina í Dubai, en þar eru yfir 200 verslanir og innanhússskíðabrekka, hvort sem þú trúir því eður ei.
Til að upplifa það besta sem Dubai hefur að bjóða þarf helst að fara í strandbæinn Jumeirah. Þar er að finna eitt glæsilegasta hótel veraldar - með heilar sjö stjörnur - og hina fögru Jumeirah mosku, eina af fáum moskum sem opnar eru öðrum en múslímum.

dubai_4.jpg

Föstudagur 4. april.  Dubai
 Eftir morgunverð er farið í hálfs dags ferð í Dubai, síðan er seinni partur dagsins frjáls. Kvöldverður áður en haldið er út á flugvöll í flug til Sydney.

Australia_sydney_11.jpg

Laugardagur 5.april.  Dubai -  Sydney, Ástralíu.
 Flogið er til Sydney og er brottför kl. 01:50 eftir miðnættið og lending í Sydney í Ástralíu kl.  22:25. Ekið er beint á hótel, Rydges World Square þar sem gist er næstu fjórar næturnar.

sydney_2.jpg

Sydney, Ástralíu
Sydney er óneitanlega helsta heimsborgin á suðurhveli jarðar enda svo ótalmargt að sjá og skoða. Hver ströndin fegurri annarri, víngerðir, kennileiti og verslanir á heimsmælikvarða. Skoðið meistaraverk byggingarlistarinnar eins og Óperuhúsið og Sydney-brúna sem tengir saman tvo borgarhluta. Gægist undir yfirborðið í sjávargöngum sædýrasafnsins og drekkið í ykkur fegurðina úr útsýnisturninum í miðborginni. Náttúran er aldrei langt undan í þessari iðandi stórborg. Hér eru heimsins bestu brimbrettastrendur, dýragarðar, vínekrur, þjóðgarðar og grasagarðar með meira en 7.500 tegundum plantna. Hér er hægt að fara í frumskógar- og hvalaskoðunarferðir og njóta gróðurs og dýralífs, sólar og himinblás sjávar allan ársins hring. Sydney er elsta borg Ástralíu og hvergi í heiminum er mannlífið fjölbreyttara og frá fleiri heimshornum. Því skal engan undra hversu flóran í menningu, matargerð og listum er litrík. Við mælum sérstaklega með því að líta við á veitingastöðunum og börunum í sögulegu byggingunum í The Rocks hverfinu við höfnina.

Australia_sydney.jpg

Sunnudagur 6. April – Sydney
Morgunverður á hótelinu, Hálfs dags ferð um borgina þar sem allir helstu staðirnir eru skoðaðir. Seinnipartur og kvöldið frjálst.

australia-blue-mountains-national-park-govetts-leap-lookout.jpg

Mánudagur  7. april.  Sydney
Heils dags ferð í Blue Mountain og í Featherdale Wildlife park. Featherdale dýragarðurinn er með yfir 1700 tegundir af dýrum, öllum áströlsku dýrunum eins og kengúrum, kóalabjörnum, krókódílum svo eitthvað sé nefnt. Bláu fjöllin eða Blue Mountain er undurfagurt skógi vaxið fjalllendi með skemmtilegum tindum. Farið er t.d. í kláf til að njóta sem best þess sem fyrir augu ber.

australia_sydney.jpg

Þriðjudagur 8. april – Sydney
Hálfs dags ferð. Farið er m.a. í Óperuhúsið í Sydney þar sem við fáum klukkustund til að skoða þetta fræga óperuhús og síðan er siglt um flóann og höfnina. Í siglingunni er boðið upp á mat og drykk.

celebrity_solstice_-_opera_house_-_richard_birch.jpg


Miðvikudagur 9.april  Celebrity Solstice
Morgunveður er á hótelinu og síðan er tékkað út og ekið að Celebrity Solstice sem liggur við bryggju í Sydney. Siglingin hefst þegar skipið leggur frá bryggju kl. 18:45. Gott er að ganga um skipið og skoða áður en það leggur frá bryggju. Síðan er kvöldverður og skemmtun.

cel_sl_winetower_wide.jpg

Fimmtudagur 10. og föstudagur 11. april – Á siglingu
Fyrstu tveir dagarnir fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugarbakkann eða innandyra, í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist. Fararstjóri býður upp á göngu um skipið til að allir átti sig á því hvað í boði er.

lifou_island_kyrrahaf_pacificocean.jpg

Laugardagur 12. apríl. Lifou, Loyalty Island.
Undurfallegt landslag og vingjarnlegir íbúarnir á Lifou-eyju, sem er rétt við frönsku eyjuna Nýju-Kaledóníu.  Notalegt, rólegt andrúmsloft og tímalaus fegurð sem hægt er að njóta eins og evrópsku hvalveiðimennirnir sem komu fyrstir á eyjuna nutu. Strendur, hellar og rík menning er það sem heillar á þessari litlu eyju.

mystery_island_sea.jpg

Sunnudagur 13. april. Mystery eyja, Vanuatu.
Þessi litli gimsteinn í Suður - Kyrrahafsins er á syðsta punkti Vanuatú-eyjaklasans. 
Eyjan er óbyggð og koma heimamenn frá nærliggjandi eyjum á daginn og bjóða upp á varning og menningu sína. Hvítar, fallegar strendur og rólegt notalegt yfirbragð eru staðurinn til að njóta og slaka á.

cel_sl_silkharvest2.jpg

Mánudagur 14. april .  Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir til Fiji - eyja. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.

fiji_island.jpg

Þriðjudagur  15. apríl. Lautoka, Fiji.
Þjóðsögur herma að næststærsta borg Fiji fái nafn sitt frá stríðsöskri sem þýðir bókstaflega „spjótárás“. Sagan segir að í ósætti milli tveggja höfðingja á svæðinu hafi annar þeirra öskrað „lau toka“ og drepið hinn með því að stinga spjóti í brjóst hans. Saga Lautoka er samofin framleiðslu á sykri svo hún hefur einnig verið kölluð Sykurborgin. Borgin hefur til lengri tíma ekki margt sem heillar ferðamenn en þangað er þó gaman að kíkja í stutta stund, ganga eftir breiðum stígum í gegnum laufgróðurinn og njóta náttúrufegurðar á útivistarsvæðum. Þarna eru nokkur góð kaffihús og í baksýn er fjallið Mt. Koroyanitu (Mt. Evans) sem minnir á að borgum séu sett takmörk af landslaginu.

fiji_lautoka.jpg

Miðvikudagur 16. apríl. Suva,Fiji.
Suva (soo-va) er stærsta borgin í Suður-Kyrrahafi og hjarta Fiji - eyja en þar býr helmingur allra íbúa eyjanna. Þetta er gróðursæl borg sem er staðsett á hæðóttum skaga. Þar rignir óvenjumikið en menningarlífið í borginni er afar líflegt. Út frá sjónarhorni byggingarlistar er miðbærinn virkilega fjölbreyttur og sömuleiðis eru íbúar hans menningarlega mjög ólíkir. Byggingar í nýlendustíl, fjölmargir veitingastaðir, nýtískuleg verslunarsvæði og opin útivistarsvæði mynda þéttan kjarna. Litlar hliðargötur eru hlaðnar kryddhúsum, sari-búðum og smáverslunum sem selja hitt og þetta. Bæði Bollywood og Hollywood myndir eru sýndar í kvikmyndahúsum og fjölbreytnin er þannig að á sama klukkutímanum gætir þú séð kaupsýslumenn í hefðbundnum sulu (sarong) klæðnaði og hipsteranámsmenn, frá ýmsum borgum í Kyrrahafinu, klædda í nýjustu tísku

 

Fimmtudagur 17.april. Á siglingu
Enn einn dagur til að njóta á skipinu, um að gera að fylgjast vel með dagskránni. Það er svo margt sem er í boði á siglingadögum sem gaman er að vera með í eða fylgjast með. Mjög þægilegt að nota appið góða til að skoða hvað er í boði.

samoa_island_apia.jpg

Föstudagur 18. apríl. Apia, Samoa
Kyrrlátar en fullar af orku, villtar en vel snyrtar, hljóðlátar en búnar til með miklum eldfjallasprengingum. Slíkar þversagnir lýsa best þeirri paradís sem Samóa-eyjar eru. Þrátt fyrir gríðarlega náttúrufegurð - glansandi hafflötinn, djúpgræna frumskóga og kristalstæra fossa – er þetta lítillátur staður, ósnortinn af hótelkeðjum og áberandi ferðamannastöðum en þó tekur hann vel á móti gestum og fagnar þeim.
Landfræðilega og menningarlega er þessi litla þjóð hjarta Pólýnesíu. Þó að trúboðun 19. aldar hafi haft mikil áhrif á svæðinu hélt þjóðin sig við samóíska lifnaðarhætti. Því er samfélagið eitt það raunverulegasta og hefðbundnasta af öllum Kyrrahafssamfélögum en það þýðir að sums staðar er líklegra að þú sjáir einhvern leika listir sínar með eldi, heldur en að sjá hús með veggjum.  

154575-004-8e24d68b_international_dateline.jpg

Föstudagur 18. apríl  Dagalínan
Nú er farið yfir dagalínuna, svo þá kemur sami dagur aftur. Græðum einn dag.

samoa_isalnd.jpg

Föstudagur 18. apríl. Pago Pago, Amerísku Samóa
Nei, nei þetta er ekki Groundhog day, en samt sami dagur en allt önnur eyja og dagskrá.

Pago Pago er höfuðborg og einnig þéttbýliskjarni svæðisins. Líflega höfnin þjónar borginni vel og falleg trén og fjöllin ramma hana af. Pago Pago nær yfir minni þorp, vinsælar strendur og stóran hluta af þjóðgarði Amerísku Samoa-eyjanna. Pago Pago-þorpin hafa haldið í „fa’a Samoa“ eða „samóíska lifnaðarhætti“ þannig að íbúar hafa sterkar hefðir og viðhalda siðum sem hafa fylgt þeim í um 3000 ár. Setið er á gólfinu og borðað hefðbundnar máltíðir, verslanir eru lokaðar á sunnudögum og næstum allir íbúar tala tungumál eyjanna þrátt fyrir að enska sé í ráðandi stöðu.
Pago Plaza er verslunarsvæði þar sem litlar búðir selja handverk og samóskar tískuvörur. Fjölmargar verslanir bjóða upp á búnað til að synda eða snorkla og hefðbundna puletasi-kjóla sem eru yfirleitt samsettir af pilsi og blússu og skreyttir í fallegri samóískri hönnun. Nálægt skipakvínni, á höfninni og á aðalgötu Pago Pago selja innfæddir handgerða muni.

 

 

Laugardagur 19. – miðvikudagsins 23. apríl.  5 dagar á siglingu.
Fimm dagar til að njóta á skipinu, um að gera að fylgjast vel með dagskránni. Það er svo margt sem er í boði á siglingadögum sem gaman er að vera með í eða fylgjast með. Mjög þægilegt að nota appið góða til að skoða hvað er í boði.  mikil dagskrá allan daginn og fram á kvöld svo engin þarf að láta sér leiðast. Svo er bara um að gera að njóta. 

hawaii_kailua_1.jpg

Fimmtudagur 24. apríl. Kailua Kona, Hawaii.
Strandlengjan þar sem hlíðar Mauna Loa og Hualalai - eldfjallanna renna saman við sjóinn á vesturströnd Hawaii-eyjar nefnist Kona Coast. Þar breiðir hraunið úr sér og fegurðin við sólarlag er ógleymanleg. Tær sjórinn hentar einkar vel fyrir köfun, snorkl og sjóstangveiði. Fyrir miðju Kona-strandarinnar liggur heillandi ferðamannabær, Kailua. Þrír bæir á Hawaii nefnast Kailua og til aðgreiningar er þessi kallaður Kailua-Kona.

hawaii_honolulu_1.jpg

Föstudagur 25. apríl. Honolulu, Hawaii
Solsice leggur að bryggju í Honolulu kl. 07:00 og eftir morgunverð eða um kl. 09:00 er farið frá borði og farið í skoðunarferð um Honolulu. Það er óhætt að kalla Honolulu, höfuðborg Hawaii, demantinn í Kyrrahafinu. Hér gefur að sjá einu konungshöllina sem reist hefur verið í öllum Bandaríkjunum, hægt er að sóla sig á Waikiki-ströndinni, fara upp á eldfjallið Diamond Head sem gnæfir þar yfir eða njóta kyrrðarinnar í þjóðarkirkjugarði Kyrrahafsins, sem að sjálfsögðu er á toppi eldfjalls, ofan í Punchbowl-gígnum. Þá er óhætt að mæla með því að skoða Pearl Harbor-safnið og minnisvarðann um USS Arizona.
Skoðunarferð um Honolulu þar sem farið er meðal annars í Pearl Harbour safnið,  World of War II. Eftir ferðina er tékkað inn á hótel, Outrigger Waikiki Beach Resort. þar sem gist er í þrjár nætur.

hawaii_luau_dancers.jpg

Laugardagur 26. apríl. Honolulu
Fyrri partur dagsins er frjáls og seinni partinn er farið í ferð. Skemmtileg kvöldskemmtun með hefðbundnu sniði hjá Hawaii- búum, tónlist og dansveisla eins og frumbyggjarnir skemmta sér. Undir stjörnubjörtum himni kynna þeir pólýnesíska arfleifð með hrífandi sýningu. Þetta er ekta skemmtun í anda Aloha.

sigling_hawaii_waikiki_beach.jpg

Sunnudagur  27. apríl. Honolulu
Frjáls dagur. Gaman að skoða sig um á Honolulu eða bara að njóta þess að vera á Wakiki-ströndinni frægu og njóta.  

hawaii_luau_sunset.jpg

Mánudagur 28. apríl. Honolulu – Seattle
Eftir morgunverð er ekið út á flugvöll og flogið til Seattle með Alaska airline kl.11:40 lending í Seattle er kl. 20:36. Flugið tekur sex klst. og tímamismunur eru þrír tímar. Farið beint á hótel í Seattle. Radisson Hotel Seattle airport. Þar sem gist er eina nótt fyrir heimferð.

seattle_sigling_almennt.jpg

Þriðjudagur 29. apríl. Seattle – Keflavík.
Rólegheit í Seattle og flogið með Icelandair heim til Keflavíkur kl.  15:50 lending í Keflavík kl. 06:15 að morgni  30. april. Flugið tekur 7 klst og 25 min.



 

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Sigling skv. ferðalýsingu

Klefi um borð

Fararstjóri

Íslensk fararstjórn

Gististaðir

Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu