Pingdom Check

Auknar öryggisráðstafanir til Bandaríkjanna

Icelandair upplýsir hér með farþega sína um að frá og með 30. september munu hefjast auknar flugverndarráðstafanir í Keflavík vegna flugs til Bandaríkjanna. Þessar ráðstafanir innihalda meðal annars viðtöl við farþega til Bandaríkjanna. Þetta ætti ekki að skapa tafir, en við biðjum farþega að sýna þolinmæði og skilning meðan verið er að innleiða þessa ferla.

Ferlið gengur þannig fyrir sig að viðtöl verða tekin við farþega á leið til Bandaríkjanna fyrir innritun og þar af leiðandi gæti innritunarferlið tekið aðeins lengri tíma en vant er. Því mælum við með því að farþegar komi tímanlega til Keflavíkurflugvallar.